Skírnir - 01.08.1912, Page 82
272
Peningakista keisarinnunnar.
Hvorki stjórnarbyltingin mikla, né keisaradæmið, né
Hollendingarnir hafa megnað að steypa henni af stóli. —
Og hvernig hefðu þau átt að geta það? Þau hafa ekki
gert neitt það fyrir börn hafsins, er líkt verði við það
sem hún hefir gert.
Það sem hún hefir gefið sandhólafólkinu, það er al-
veg ómetanlegt, samborgarar!
A fyrstu stjórnarárum sínum, fyrir svo sem 150 árum,
ferðaðist hún um Belgíu. Þá kom hún til Brússel og
Brugge, hún kom til Lúttich og Löwen, og þegar hún loks-
ins hafði séð nóg af stórborgum og myndskreyttum ráð-
húsum, kom hún líka út á ströndina til að sjá hafið og
sandhólana.
Það var henni engin gleðisjón. Hún sá hafið víðara
og voldugra en svo, að menn fengju rönd við reist. Hún
sá ströndina örbjarga og óvarða. Þar voru sandhólarnir,
en hafið hafði gengið yfir þá áður og gat gert það enn.
Þar voru líka nokkrir sjógarðar, en þeir voru hrörnaðir
og sígnir.
Þar sá hún sandorpnar hafnir, þar sá hún flæðilönd
með svo miklum vatnsaga, að þar óx ekki annað en sef
og 8tör; þar sá hún veðurbitna sjómannakofa undir sand-
hólunum, eins og þeim hefði verið fleygt fyrir hafið, og
þar sá hún fátæklegar, gamlar kirkjur, sem fluttar höfðu
verið undan hafinu langt upp í foksandinn og melgresið
á torfærar eyðimerkur.
Keisarinnan mikla sat heilan dag úti við hafið. Hún
lét segja sér frá sjávarflóðum og bæjum sem brott höfðu
skolast. Hún lét sýna sér staðinn þar sem heil landspilda
hafði sokkið í sæ. Hún lét róa sig út þangað sem gömul
kirkja stóð á sjávarbotni. Og hún lét telja upp fyrir sér
þá menn sem druknað höfðu, og búpeninginn sem farist
hafði, síðast er sjórinn gekk yfir sandhólana.
Allan daginn hugsaði keisarinnan með sér: Hvernig
á eg að hjálpa aumingja sandhólafólkinu? Ekki get eg
ráðið við sjávarföllin, ekki get eg bannað hafinu að grafa
undan ströndinni. Eg get ekki heldur bundið storminn