Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1912, Síða 82

Skírnir - 01.08.1912, Síða 82
272 Peningakista keisarinnunnar. Hvorki stjórnarbyltingin mikla, né keisaradæmið, né Hollendingarnir hafa megnað að steypa henni af stóli. — Og hvernig hefðu þau átt að geta það? Þau hafa ekki gert neitt það fyrir börn hafsins, er líkt verði við það sem hún hefir gert. Það sem hún hefir gefið sandhólafólkinu, það er al- veg ómetanlegt, samborgarar! A fyrstu stjórnarárum sínum, fyrir svo sem 150 árum, ferðaðist hún um Belgíu. Þá kom hún til Brússel og Brugge, hún kom til Lúttich og Löwen, og þegar hún loks- ins hafði séð nóg af stórborgum og myndskreyttum ráð- húsum, kom hún líka út á ströndina til að sjá hafið og sandhólana. Það var henni engin gleðisjón. Hún sá hafið víðara og voldugra en svo, að menn fengju rönd við reist. Hún sá ströndina örbjarga og óvarða. Þar voru sandhólarnir, en hafið hafði gengið yfir þá áður og gat gert það enn. Þar voru líka nokkrir sjógarðar, en þeir voru hrörnaðir og sígnir. Þar sá hún sandorpnar hafnir, þar sá hún flæðilönd með svo miklum vatnsaga, að þar óx ekki annað en sef og 8tör; þar sá hún veðurbitna sjómannakofa undir sand- hólunum, eins og þeim hefði verið fleygt fyrir hafið, og þar sá hún fátæklegar, gamlar kirkjur, sem fluttar höfðu verið undan hafinu langt upp í foksandinn og melgresið á torfærar eyðimerkur. Keisarinnan mikla sat heilan dag úti við hafið. Hún lét segja sér frá sjávarflóðum og bæjum sem brott höfðu skolast. Hún lét sýna sér staðinn þar sem heil landspilda hafði sokkið í sæ. Hún lét róa sig út þangað sem gömul kirkja stóð á sjávarbotni. Og hún lét telja upp fyrir sér þá menn sem druknað höfðu, og búpeninginn sem farist hafði, síðast er sjórinn gekk yfir sandhólana. Allan daginn hugsaði keisarinnan með sér: Hvernig á eg að hjálpa aumingja sandhólafólkinu? Ekki get eg ráðið við sjávarföllin, ekki get eg bannað hafinu að grafa undan ströndinni. Eg get ekki heldur bundið storminn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.