Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 72

Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 72
262 Um talshætti i Islenskn. og er það svo haft um það, sem er hægt viðfángs. — Skylt þessu er þegar sagt er, að sá eða það »sje á næstu grösum* (grös í flt. = hagi) = sje nærri eða við höndina. e) Við alt þetta bæti jeg nokkrum talsháttum, er eiga skylt við þá sem nú voru taldir, en að öðru leyti eru ósam- kynja sjálfir. »Að gera e-ð á (uppá) [sínar] eigin spýtur« = að gera e-ð með sínum eigin efnum, af eigin rammleik, án hjálpar annara. »Spýtur« (orðið er myndað af spjót, sem eiginlega merkir spjóts k a f t i ð) er hjer eflaust reka- viðar-spýtur, og talsh. merkir þá eiginlega »að byggja (hús) með sinum eigin rekavið*. »Ut í ystu (allar) æsar« = til fulls, svo fullkomlega sem hægt er, er dregið af fláníngu, því að »æsar« eru láng ystu partarnir (jaðrarnir) á fleginni húð, en einkum þar sem fætur dýrsins eru skornir af. »Að bæta gráu oná svart« (eiginlega »að sauma gráa bót á svart fat« — sem ekki hefur þótt vera til umbótar eða prýðis) = að gera vont verra, t. d. auka einni móðg- an við aðra. Sagt er að »böggull fylgi skammrifi«, þegar mönnum þykir sem eitthvað (miður þægilegt) sje afleiðíng af öðru (»hángi saman við það«); böggull er hér liklega ketbit- inn sem »hángir við* (skamm)rifið eða þann enda þess, sem var áfastur við hrygginn. »Að gánga í skrokk á e-m« þykir ekki fallegt og merkir, að einn — eða helst fleiri — láti annan að ein- hverju leyti oft verða fyrir e-u, helst óþægilegu (t. d. skömmum); af hverju er þessi talsháttur leiddur? Eflaust, að því er jeg hygg, er »skrokkurinn« skrokkur dauðs eða drepins dýrs (hests, kindar), sem önnur dýr, hundar, hrafn- ar »ganga í« til að fá sjer bita. »En það er meira blóð í kúnni«. 3. Af 1 e i k j u m eru, sem von var til, nokkrir tals- hættir leiddir. Af tafli: »Nú kemur til minna (e-s) kasta* = nú á jeg (e-r) að gera eitthvað (gera mitt); eiginlega: nú er það jeg sem á að kasta teníngnum (köst = teníngsköst). Eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.