Skírnir - 01.08.1912, Qupperneq 72
262
Um talshætti i Islenskn.
og er það svo haft um það, sem er hægt viðfángs. —
Skylt þessu er þegar sagt er, að sá eða það »sje á næstu
grösum* (grös í flt. = hagi) = sje nærri eða við höndina.
e) Við alt þetta bæti jeg nokkrum talsháttum, er eiga
skylt við þá sem nú voru taldir, en að öðru leyti eru ósam-
kynja sjálfir. »Að gera e-ð á (uppá) [sínar] eigin spýtur«
= að gera e-ð með sínum eigin efnum, af eigin rammleik,
án hjálpar annara. »Spýtur« (orðið er myndað af spjót,
sem eiginlega merkir spjóts k a f t i ð) er hjer eflaust reka-
viðar-spýtur, og talsh. merkir þá eiginlega »að byggja (hús)
með sinum eigin rekavið*.
»Ut í ystu (allar) æsar« = til fulls, svo fullkomlega
sem hægt er, er dregið af fláníngu, því að »æsar« eru
láng ystu partarnir (jaðrarnir) á fleginni húð, en einkum
þar sem fætur dýrsins eru skornir af.
»Að bæta gráu oná svart« (eiginlega »að sauma gráa
bót á svart fat« — sem ekki hefur þótt vera til umbótar
eða prýðis) = að gera vont verra, t. d. auka einni móðg-
an við aðra.
Sagt er að »böggull fylgi skammrifi«, þegar mönnum
þykir sem eitthvað (miður þægilegt) sje afleiðíng af öðru
(»hángi saman við það«); böggull er hér liklega ketbit-
inn sem »hángir við* (skamm)rifið eða þann enda þess,
sem var áfastur við hrygginn.
»Að gánga í skrokk á e-m« þykir ekki fallegt og
merkir, að einn — eða helst fleiri — láti annan að ein-
hverju leyti oft verða fyrir e-u, helst óþægilegu (t. d.
skömmum); af hverju er þessi talsháttur leiddur? Eflaust,
að því er jeg hygg, er »skrokkurinn« skrokkur dauðs eða
drepins dýrs (hests, kindar), sem önnur dýr, hundar, hrafn-
ar »ganga í« til að fá sjer bita.
»En það er meira blóð í kúnni«.
3. Af 1 e i k j u m eru, sem von var til, nokkrir tals-
hættir leiddir.
Af tafli: »Nú kemur til minna (e-s) kasta* = nú á jeg
(e-r) að gera eitthvað (gera mitt); eiginlega: nú er það
jeg sem á að kasta teníngnum (köst = teníngsköst). Eftir