Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 88
278
Peningakista keisarinnunnar.
»Þeir höfðu skilið«, sagði biskupinn, »að þér töluðuð
við þá um forsjón guðs«.
Munkurinn hneigði sig.
»Þeir höfðu skilið, að þér vilduð sýna þeim að þetta
vald, sem þeir hæðast að, af því að þeir sjá það ekki,
verður að dyljast. Að því yrði misbeitt á sömu stund
og það kæmi fram í áþreifanlegri mynd. Eg óska yður
til hamingju«.
Munkurinn þokaðist með hneigingum út að dyrunum.
Biskupinn kom á eftir honum og góðvildin skein út
úr honum.
»En peningakistan, þeir trúa á hana enn þá þar
ytra? . . . «.
»Hvort þeir trúa á hana! Eg held nú það, herra
biskup«.
»Og sjóðurinn, var það nokkurntíma sjóður?«
»Með yðar leyfi, herra biskup, eg hefi svarið«.
»Nú, en við mig . . . «, sagði biskupinn.
»Það er Hvítafellskirkju-presturinn, sem geymir hana.
Hann hefir lofað mér að sjá hana. Það er lítil, járnvarin
trókista«.
»Nú?«
»Og á botninum liggja 20 fagrir Maríudalir«.
Biskupinn brosti, en varð alt í einu alvarlegur.
»Má líkja forsjóninni við slíka trékistu?«
«Allar samlíkingar eru ófullkomnar, herra biskup.
Allar mannahugsanir eru hégómi«.
Síra Vernharður hneigði sig einu sinni enn og hvarf
út úr stofunni.
Guðm. Finnbogason
þýddi.