Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 81
Peningakista keisarinnunnar.
271
Biskupinn gekk fram og aftur um gólfið til þess að
stilla sig.
»Þór kunnið hana auðvitað?€ sagði hann.
»Auðvitað, herra biskup«.
»Látið mig þá heyra hana eins og hún var flutt, síra
Vernharður, orð fyrir orð, alveg eins og hún var flutt*.
Biskupinn settist í hægindastólinn. Sira Vernharður
stóð sem áður.
»Samborgarar«, byrjaði hann og tók undir eins ræðu-
tóninn.
Biskupinn hrökk við.
»Svona vilja þeir nú hafa það, herra biskup«.
»Gerir ekkert, síra Vernharður, haldið þér áfram«,
sagði biskupinn. Það fór dálítill hrollur um biskupinn; þetta
eina orð hafði furðanlega komið honum í skilning um það
hvernig ástatt var. Hann sá fyrir sér þennan söfnuð af
börnum »svarta blettsins«, sem síra Vernhaður talaði til.
Hann sá mörg svakaleg andlit, mikið af tötrum, mikið
grátt gaman. Hann sá fólkið sem enginn sómi hefir verið
sýndur.
»Samborgarar«, tók síra Vernharður til máls á ný,
»hér í landi er keisarinna, sem heitir María Teresía. Hún
er fyrirtaks stjórnandi. Hún er vitrust og ágætust allra
stjórnanda sem verið hafa í Belgíu.
Aðrir stjórnendur, samborgarar, aðrir stjórnendur fá
sinn eftirmann, þegar þeir deyja, og missa alt vald yfir
þegnum sínum. En svo er ekki um hina miklu keisar-
innu, Maríu Teresíu. Það má vel vera, að hún hafi mist
völdin í Austurríki og Ungverjalandi, ef til vill eru Bra-
bant og Limburg komin undir annara yfirráð, en ekki er
það svo um Vesturflandur, greifadæmið hennar góða. I
Vesturflandri, þar sem eg hefi dvalið síðustu árin, þekk-
ist enn í dag enginn annar stjórnandi en María Teresía.
Vér vitum að Leopold kongur býr í Brússel, en hann
kemur oss ekkert við. María Teresía heldur áfram stjórn-
inni þar úti við hafið. Einkum í fiskiþorpunum. Þvi nær
sem dregur hafinu, því alvaldari er stjórn hennar.