Skírnir - 01.08.1912, Page 64
254
Um talshætti i ialenska.
Bkellur í tönnunum« merkir að skilja e-ð þótt manni Bje
ekki sagt efnið eða það útlistað fyrir manni út í ystu
æsar. — »Að stínga hendinni í sinn eiginn barm« = að
rannsaka sjálfan Big og (helst) sínar eigin ávirðíngar og
lýti. — »Hlaupa af sjer tærnar* eða »tær af fótum sjer«
= vilja gera eitthvað óðslega; oftast neitandi (hlaupa
ekki osfrv.) um seinláta menn; en aldrei hefur það vist
komið fyrir að menn hafl mist tær af hlaupi og asa. —
»Liggja e-m á hálsi« = að lasta e-n eða ávíta fyrire-ð;
valla er þessi talsháttur tekinn af oki, er liggur yfir um
háls akneyta og eykja. — »Að ganga úr skugga um e-ð«
= að láta sjer e-ð verða ljóst (helst við rannsókn). Eig.
þýðir talsh. »að koma sjálfur í ljós«, svo að hann sjáist,
en líka sjái alt sem hægt er að sjá fyrir utan skuggann.
— A verulegri reynslu sýnast aftur þessir talshættir að
standa: »E-m er í lófa lagið« (að gera eitthvað) = e-m
er lafhægt, auðgert (að vinna eitthvað); þess sem er lagt
eða liggur i lófa manns er hægast að taka til (hvort sem
er um verkfæri eða annað að ræða). Takandi er eftir
því, að hjer mun ætíð sagt: lagið (en ekki lagt), og sýnir
það hve ævagamall talshátturinn er. — »E-ð er (e-m)
stirður biti i háls« = stirður biti að kíngja, um það, sem
erfitt er að gera eða fá til lykta leitt. — »(Sjálfur veit
best) hvar skórinn kreppir að« = hvað amar manni
sjálfum. — »Að troða niður af e-m skóinn* = að kúga
e-n, þrýsta manni niður; talsh. er leiddur af því sem helzt
getur komið fyrir i mannþröng. — »E-ð hvílir á herðum
e-s« um skyldur eða verk (helst erfið), er einhver á frem-
ur öðrum að inna af höndum; dregið af byrði (eða af
oki?). — »Kippa að sjer hendinni* = að hætta við e-ð
sem maður hefur dregist á (loforð, samnínga); dregið auð-
sjáanlega af þeim sið, sem áður tíðkaðist, að allir samn-
íngar fóru fram handsölum, með handabandi. — »Að láta
hendur standa fram úr ermum« = að vinna e-ð ötult og
Eösklega; lýtur til þess að einhvern tíma hafi ermar á
treyjum og mussum verið lángar; í Ólafs s. kyrra segir,
að menn hafi haft »ermar 5. álna lángar«; stafar talsh..