Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 39
Jörgen Pétur Havstein.
229
meta embættisforstöðu Haysteins amtmanns og störf hans
í þarfir lands og þjóðar, þótt stjórnin kynni það ekki
betur en þetta. A þinginu 1871 kom fram uppástunga
frá þingmanpi Eyfirðinga um rífkun á eftirlaunum Havsteins
amtmanns, og fylgdu henni 9 bænarskrár úr öllum sýslum
í Norður- og Austuramtinu, undirritaðar af 426 kjósendum,
er studdu þetta mál. Er þar lokið maklegu lofsorði á
embættisframmistöðu amtmanns og farið um hann meðal
annars svofeldum orðum: »Einn af þeim embættismönn-
um, sem um langt árabil hefir þjónað ættjörðu sinni í
embættisstöðu og slitið sér út i þeirri þjónustu, er amt-
maður J. P. Havstein; enginn getur neitað því, að hann
var einhver hinn röggsamasti maður i embættisfærslu
sinni, og því ötulli embættismaður, er meira lá við, því
þá horfði hann hvorki í kostnað né fyrirhöfn, er vand-
ræðum þurfti af að stýra®1). Nefnd sú, er sett var í málið
á þingi, lagði eindregið með þessu og studdi tillögu sína
með þeim ummælum, að hér ætti í hlut embættismaður,
»sem vitanlega hefir í mörg ár gegnt umfangsmiklu og
vandasömu embætti, og gert það, meðan honum vanst
heilsa til, eftir samhljóða vitnisburði bænarskránna, sem
að framan er getið, með sérstaklegum áhuga og dugnaði«.
»Það sæmir ekki«, bætir nefndin við, »að slíkur maður,
sem í náð hefir fengið lausn frá embætti sínu og situr
með fjölskyldu, sé á efri árum látinn búa við þröng«2).
Voru flestallir þingmenn þessu eindregið meðmæltir og
samþyktu með 18 atkv. gegn 6 að senda bænarskrá til
konungs í þessa átt. Var þetta afgreitt frá þinginu, en
stjórnin gerði ekki endaslept að sínu leyti og tók beiðn-
ina alls ekki til greina.
Eftir að Havstein amtmaður fór frá Möðruvöllum fiutt-
ist hann að Skjaldarvík við Eyjafjörð. Bjó hann þar
valdalaus í fimm ár og hafði kyrt um sig, enda var hann
farinn að heilsu, þótt kjarkur og sálarþrek væri óbilað.
‘) Alþtíð. 1871, II, 215.
*) Alþtíð. 1871, II, 263.