Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 97
Útlendar fréttir.
287
dvaldi hann lengi erlendis, í Þyzkalandi, Frakklandi og víðar. En
síðari árin hefir hann dvalið að staðaldri heima í Stokkhólmi,
Það þótti ranglæti við Strindberg, að hanu skyldi ekki eitthvert
árið fá bókmentaverðlaun Nóbelsjóðsins, og var kent um óvináttu
frá hálfu þeirra, sem veitingunni réðu, vegna árása hans á ymsa
helztu bókmentamenu Svía. En fjárhagur Strindbergs var mjög
þröngur. Síðastliðið ár var svo, til að bæta úr þessu, stofnað til
almennra þjóðarsamskota handa honum, og varð það, þegar saman
kom, mikill sjóður, er Strindberg var færður í afmælisgjöf 22. jan.
síðastl. vetur. Var það afmæli hans haldið með mikilli hátíðarvið-
höfn í Stokkhólmi, en slíku hafði haun ekki átt að venjast áður
um dagana. Hann var einrænn mjög og ómannblendinn, einkum á
síðari árum.
ítalir Og Tyrkir. Stríðið milli þeirra gengur í mesta þófi.
Tyrkir vilja ekki gefa upp yfirráð yfir Trípólis, eða játa þeim í
hendur ítala, þótt Italir hafi í reyndiuni þegar tekið þau. Nú að
síðustu hafa ítalir verið að ógna Tyrkjum með árásum á þá heima
fyrir, bæði í Dardanellasundinu og eyjuni Tyrkja í Miðjarðarhafi.
Árás ítala á virki Tyrkja í Dardanellasundinu vakti um tíma
mikla eftirtekt. Tyrkir segja svo frá, að 18. apríl hafi sést 24 ítölsk
herskip nálægt Lemnosey. Um morguninn kom herskip og tundur-
bátur til Samos og var skotið á hermannaskála þar í landi. Annað
herskip með tundurbát kom til Rhodos, tók þar tyrkneskt skip,
sem fyrir var, og skar sundur fróttaþráðinn. Síðar um daginn komu
fram 8 herskip úti fyrir Dardanellasundinu og hófu skothríð á
kastala Tyrkja þar á ströndinni. Skutu ítalir 15 skotum á Oran-
kastala, 8 á Koumkale og 12 á Seddil-Bar. Eigi fóll þó f þess-
ari skothríð nema einn maður af Tyrkjum. En árásin vakti almenna
hræðslu þar á ströndunum, og fólk tók að flýja. Hugðu menn að
ítalir ætluðu að Betja þar her á land. En þeir hafa mótmælt, að
sú hafi verið bugsunin, enda fluttu þeir engan landher á herskip-
um sínum. Þeir sögðust hafa ætlað að egna flota Tyrkja til útrás-
ar. Eftir árásina lót stjórn Tyrkja það boð út ganga, að Dardan-
ellasundi væri fyrst um sinn lokað fyrir öllum skipaumferðum og
kvaðst neytt til þessa tiltækis vegna árásar ítala. En Dardanella-
sundið er dyr að Marmarahafinu og er þar mikil umferð. Þetta
samgönguhaft skapaði þegar, sem nærri má geta, mikið vandræði.
Höfnin í Konstantínópel fyltist brátt af skipum, sem ekki komust
leiðar sinnar, og eins næstu hafnir sunnan við Dardanellasundið.