Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 34
224
Jörgen Pétnr Havstein.
Þessar ráðstafanir sínar tilkynti amtm. stjórninni með
bréfi dags. 16. okt. 1867. En í stað þess að styðja þessa
viðleitni amtmanns til að koma á betri skepnuhirðing og
afstýra horfelli, þessum óvirðingarbletti á íslenzkri mann-
úðartilflnningu, lamar stjórnarráðið allar aðgerðir hans í
þessu efni með þvi að lýsa því yfir af sinni hálfu, og það
að ástæðulitlu að því er sýnist, að opið bréf frá 29. ág.
1862 um illa meðferð á skepnum eigi alls ekki við í þessu
tilfelli, og að Btjórnarráðið með engu móti geti fallist á
ráðstafanir amtmanns. Er það nokkurnveginn ljóst hverj-
um heilvita manni, að slíkar undirtektir frá stjórnarinnar
hálfu hlutu heldur að hnekkja áliti amtmanns og draga
afl úr öllum framkvæmdum hans og fyrirskipunum.
Ahugi Havsteins amtm. á öllu því, er líklegast mátti
verða til þjóðþrifa, kemur þó ef til vill hvergi ljósara
fram en í umburðarbréfi því, er hann sendi hreppstjórum
öllum og sýslumönnum í umdæmi sínu veturinn 1863, og
birt er í Nýjum Félagsritum (23. árg. bls. 127—131). Hef-
ur hann fyrst máls á því að hvetja menn til samtaka og
félagsskapar, og fer um þetta svofeldum orðum:
»Á. íslandi er litlu fólksmegni dreift um svo mikið
svæði, að á engu ríður meir en draga kraftana saman,
svo að þeir ávextir af samheldni og framtakssemi megi
koma í ljós, sem menn í öðrum löndum meta eftir það
framfarastig, sem landslýðurinn stendur á. Hagur og far-
sæld hvers lands fer eftir landbúnaði, atvinnuvegum og
heimilisháttum landsbúa. Til þess að ráða bætur á brest-
um og ýta undir framfarir, er hér að lúta, eru hjá öllum
þjóðum stofnuð félög, og verður því þá framgengt með
samtökum, sem ella mundi aftur muna, eða standa í stað.
Embættisstaða mín hefir gefið mér mörg tilefni til að sann-
færast um, að mörgu því er aflaga fer og ábótavant er í
Norður- og Austuramtinu í búnaðarlegum efnum, verður
ekki með öðru móti komið til lagfæringar, en að amtsbúar
vakni til samtaka og félagsskapar, og sem flestir góðir
kraftar bindist í einingarbönd. Það er hverjum góðum
félagsmanni frjálst, að kveðja aðra til atorku og samverka,