Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 76
■266
Um talahætti i islensku.
íngu: »skyldan að mæta sem róðrarkall (háseti), þegar
gera skyldi út leiðángurc; því varsagtt. d. »að koma í hömlu
e-mc, að mæta í annars manns stað sem róðrarkall. Hitt mun
þó heldur vera rjetta skýríngin og styðst við, að líka var (er?)
sagt »að láta s í g a úr hömluc (Bj. Hald.). — Oft kom
það fyrir i gamla daga, að dæmdir menn þurftu að fá sjer
fari til útlanda, þurftu »að leita sjer farborða«, sem sagt
var. Nú er sagt »að sjá e-m farborða«, = að hjálpa e-m
yfir höfuð, sjá um að maður komist af. — Um mann, sem
fer halloka fyrir öðrum, og þykist verða það með röngu,
er sagt »að hann, eða hlutur hans, sje fyrir borð borinn«,
þ. e. eiginlega kastað útbyrðis. — Til þess að alt fari vel,
þarf auðvitað fyrst og fremst góðan stýrimann; um að
taka við stjórn e-s hlutar eða máls, er dreginn talsh.
»að setjast undir stýrið«. — En þótt stýrimaður sje góður,
að jeg ekki tali um ef hann er ljelegur, getur þó farið
svo, að ferðin verði vossöm og árángurslítil, og er þá ekki
kynlegt, þótt einhver segi hálf-raunalega: »svo fór um
sjóferð þá«; en svo er og oft sagt um marga aðra útreið,
og það sem ekkert á skylt við sjóferðir.
Jeg hnýti hjer við talsháttum um sæföng og veiðar.
Allir vita, að ef einhverjum t. d. lánast á þíngi að fá fje
úr landssjóði, getur það numið því, að öfundgjarnar sálir
kalli það »hvalreka (á fjöru hans)«, en hvalreki er, sem
menn vita, mikið happ þeirrar sveitar, er hvalinn rekur
á land, og enda víðar. — Þá kynnu og sumir að segja,
að hann — þessi þíngmaður — hafi »matað (eða: makað)
krókinn«, þ. e. eiginlega fengið helst til ríkulegt agn á
sinn öngul. — Það gæti og komið fyrir, að þíngmanni
hefði ekki lánast málið, þótt hann »hefði haft alla króka
í frammic, þ. e. beitt öllum brögðum til þess að fá óskir
sínar. — I báðum þessum talsháttum er »krókur« = öng-
ull. — Á hverjum öngli er, sem menn vita, fjöður á ská
upp á við frá öngulbroddinum og heitir »agnúic; er hann
bæði til að halda agninu og fiskinum föstum á önglinum.
Hann er óþægilegur fyrir fiskinn, en það er þó víst ekki
þess vegna eða af meðaumkvun með fiskinum að það er