Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 19

Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 19
Jörgen Pétnr Havstein. 209 hann hafði heilsu og krafta til. Algerður niðurskurður á •öllu sjúku og grunuðu fé og öruggar samgönguvarnir milli héraðanna var það einasta, sem hann taldi óbrigðult, eins og þá var komið, og vildi skylda menn með vald- boði til að framfylgja þessu, ef eigi fengist góðfúslega. Sunnlendingar voru flestir á nokkuð annari skoðun í þessu máli, og þar á meðal stiftamtmaður, en sjálfsagt mun það hafa nokkru um valdið, að niðurskurðurinn lenti enn sem komið var á þeim einura, ef taka skyldi til þess •örþrifaráðs. Það er auðvitað ofurskiljanlegt, að öllum þorra manna blæddi í augum að strádrepa niður i einu vetfangi allan sauðfénað í einum þrem sýslum, og þætti það til of mikils ætlast, að þeir fórnuðu sér svo gersam- lega fyrir hag landsins í heild sinni, eða hinna fjórðung- anna þriggja. Höfðu þeir og fyrir sér orð læknanna, bæði Hjaltalíns landlæknis og Teits Finnbogasonar dýralæknis, að vel mætti stemma stigu fyrir kláðanum með lækningum. En bæði var þessum lækningatilraunum slælega framfylgt, og í öðru lagi virtist sýkin taka sig upp aftur jafnharðan á fé því, er talið var læknað, svo alt sýndist árangurs- laust eða árangurslítið. Mjög gekk það og misjafnlega að fá menn til að hlýðnast fyrirskipunum yfirvaldanna í þessu efni. Jafnvel stiftamtmanni sjálfuro tókst eigi að fá Seltirninga til að hlýðnast sér um að reka féð saman til böðunar í laugunum við Reykjavík, og mátti þá geta sér í vonirnar, hversu fara mundi í hinum fjarlægari hér- uðum. Samt sem áður þótti stiftamtmanni ráðlegast að leggja til, að lækningum væri fram haldið i Suðuramtinu og að féð væri að eins baðað í kláðalegi, áður það væri rekið á fjöll um vorið. Havstein amtmaður hélt fram gagnstæðri skoðun, sem áður segir, og taldi lækningar eigi að eins ónógar, heldur jafnvel skaðlegar eins og hér væri ástatt, er eigi væri unt að halda fénu sóttkvíuðu og hafa nógu strangar gætur á, að öllum boðum væri framfylgt í því efni. Nið- urskurðurinn einn væri einhlítur. Taldi hann það minni hnekkir fyrir velmegun landsins, þótt skorið væri niður 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.