Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1912, Side 19

Skírnir - 01.08.1912, Side 19
Jörgen Pétnr Havstein. 209 hann hafði heilsu og krafta til. Algerður niðurskurður á •öllu sjúku og grunuðu fé og öruggar samgönguvarnir milli héraðanna var það einasta, sem hann taldi óbrigðult, eins og þá var komið, og vildi skylda menn með vald- boði til að framfylgja þessu, ef eigi fengist góðfúslega. Sunnlendingar voru flestir á nokkuð annari skoðun í þessu máli, og þar á meðal stiftamtmaður, en sjálfsagt mun það hafa nokkru um valdið, að niðurskurðurinn lenti enn sem komið var á þeim einura, ef taka skyldi til þess •örþrifaráðs. Það er auðvitað ofurskiljanlegt, að öllum þorra manna blæddi í augum að strádrepa niður i einu vetfangi allan sauðfénað í einum þrem sýslum, og þætti það til of mikils ætlast, að þeir fórnuðu sér svo gersam- lega fyrir hag landsins í heild sinni, eða hinna fjórðung- anna þriggja. Höfðu þeir og fyrir sér orð læknanna, bæði Hjaltalíns landlæknis og Teits Finnbogasonar dýralæknis, að vel mætti stemma stigu fyrir kláðanum með lækningum. En bæði var þessum lækningatilraunum slælega framfylgt, og í öðru lagi virtist sýkin taka sig upp aftur jafnharðan á fé því, er talið var læknað, svo alt sýndist árangurs- laust eða árangurslítið. Mjög gekk það og misjafnlega að fá menn til að hlýðnast fyrirskipunum yfirvaldanna í þessu efni. Jafnvel stiftamtmanni sjálfuro tókst eigi að fá Seltirninga til að hlýðnast sér um að reka féð saman til böðunar í laugunum við Reykjavík, og mátti þá geta sér í vonirnar, hversu fara mundi í hinum fjarlægari hér- uðum. Samt sem áður þótti stiftamtmanni ráðlegast að leggja til, að lækningum væri fram haldið i Suðuramtinu og að féð væri að eins baðað í kláðalegi, áður það væri rekið á fjöll um vorið. Havstein amtmaður hélt fram gagnstæðri skoðun, sem áður segir, og taldi lækningar eigi að eins ónógar, heldur jafnvel skaðlegar eins og hér væri ástatt, er eigi væri unt að halda fénu sóttkvíuðu og hafa nógu strangar gætur á, að öllum boðum væri framfylgt í því efni. Nið- urskurðurinn einn væri einhlítur. Taldi hann það minni hnekkir fyrir velmegun landsins, þótt skorið væri niður 14

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.