Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 14

Skírnir - 01.08.1912, Blaðsíða 14
206 Jörgen Pétor Havatein. • amtmaður við og gerði hinar ítrustu ráðstafanir til að verja Norðurland. Tók hann þegar merkustu bændur nyrðra til ráða með sér, og skipaði síðan nefnd manna til umráða og aðstoðar í þessu efni. Var þegar gerður maður suður af hendi nefndarinnar haustið 1856 til að rannsaka sýkina og komast fyrir hið sanna um upptök hennar og útbreiðslu. Sömuleiðis skipaði amtmaður itar- legar fjárskoðanir í öllum hreppum í Hunavatnssýslu og vægðarlausan niðurskurð á þeim kindum öllum þegar í stað, er nokkur grunsemdarmerki sæust á. Brugðust Norðlendingar mjög vel við þessu. Voru gerðar fjórar skoðanir alls á fénu um veturinn. En amtmaður sá það brátt, að varnir og varúðarreglur voru eigi einhlítar til að hefta þennan vágest, nema því að eins að samtök væri hafin um land alt í því skyni. Ritaði hann þvi um vet- urinn amtmanninum í Vesturamtinu, Páli Melsteð, og eins stiftamtmanni, og fór þess á leit, að skorið væri niður alt fé í þeim sveitum, er næst lágu Norðurlandi með fjár- samgöngur, en hét aftur í móti liðveizlu sinni til að mæla með því, að Norðlendingar gæfu og seldu aftur fé með góðu verði í þær sveitir, sem skæru þannig niður sauðpening sinn til að afstýra sýkinni. Jafnframt skrifaði hann stjórnardeildinni í Kaupmannahöfn og fór fram á, að hið ítrasta væri gert til þess að verja samgöngum á afréttun- um milli Suðurlands og Norður- og Vesturlands, og að bráðabyrgðartilskipun væri gefin út, er skipaði að skera niður alt kláðasjúkt fé, svo framarlega sem sýkin héldi áfram að geisa í Suðurumdæminu. Ekki tóku hinir amtmennirnir liðlega undir niður- skurðaruppástunguna. Svaraði stiftamtmaður því, að búið væri að uppræta kláðann þar syðra, en Melsteð amtmað- ur kvað kláðann eflaust læknandi og vildi því eigi skera niður. En Havstein amtmaður lét eigi staðar numið við þetta, heidur ritaði um hæl aftur og stefndi hinum amt- mönnunum til fundar við sig um vorið til að ræða um varnir gegn útbreiðsiu sýkinnar að sumri komandi. Kvaddi hann til ferðar með sér fjóra bændur sinn úr hverri sýsl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.