Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1912, Síða 49

Skírnir - 01.08.1912, Síða 49
Úr ferðasögu. 2391 Wellington, og var einkennilegt að sj'á í þessu musteri öll þessi vígalegu og mjög svo ókristilegu minningarmerki, illúðleg ljón og kanónur, og stingur þetta mjög í stúf við helgra manna myndirnar í kaþólskum kirkjum. Mér fanst andinn þarna inni vera að sumu leyti svo líkur því sem hefði getað verið í Júppítershofi hjá Rómverjum, eða ef til vill öllu heldur í musteri herguðsins, og það virtist alveg greinilegt, að sá guð sem þarna var verið að lofa, væri eriginn allsherjarguð, heldur guð Englendinga, og sérstaklega guð fyrirfólksins enska. Areiðanlega ekki sami guðinn sem Hohenzollarafáninn yfir keisarahöllinni í Berlín heimtar til fylgis við þýzka keisarann, ætt hans og fólk. Engurn virtist neitt undarlegt, að hafa þessar vígaminningar og eftirmyndir af morðtólum í guðs húsi; en það væri fróðlegt að heyra þau hnejrkslunaróp, sem mundu kveða við, ef stungið væri upp á að reisa t. a. m. Byron líkneski í Pálskirkju, Byron, sem hefir þó sjálfsagt verið talsvert likari Kristi heldur en járnhertoginn sann- trúaði. En þó verður að segja það Wellington til hróss, að hann grét við Waterloo, þegar hann sá rauðfrakkana liggja í blóði sínu. En svo kvað Byron: The drying of a single tear has more Of honest fame than shedding seas of gore. Að þurka tár, þótt ei sé nema eitt, fær æðri frægð en manndráp geta veitt. Aldrei hefi eg heyrt sálma jafn gersneydda allri anda- gift eins og þá sem þarna voru sungnir; en söngurinn meir en bætti það upp. Það var eins og það væri engils- rödd, sem söng orðin: 0 trinity, o unity o. s. frv. Og hvílíkt organ; hvílík unun að heyra leikið af list á slíkt hljóðfæri; það er eins og dunandi foss færi alt í einu að syngja eftir því sem tónameistarinn legði fyrir hann. Ekkert huggar eins vel, ef illa liggur á manni, eins og að heyra slíkan organsöng; aldrei verður maður eins von- góður um, að alt muni fara vel á endanum, þótt erfiðlega áhorfist. Oft hefi eg furðað mig á því, að þetta sannkall- aða náðarmeðal, organsöngurinn, skuli ekki vera betur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.