Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1912, Page 51

Skírnir - 01.08.1912, Page 51
Ur ferðasögu. 241 miklir iþróttamenn, eins og orðið >muscular christianity*, vöðvakristni bendir til. Óheillastefnan, sem hinn helgi biskup Jón ögmundsson hóf öðrum fremur á Islandi, fekk miklu minni byr á Englandi, líka af því að þar bættist ekki útlend sultarkúgun ofan á svarta kirkjukúgunina, eins og á íslandi; og ekki mun það íþróttaleysi og líkams- hatur, sem svo margir af oss súpa seyðið af, til fulls hafa náð sér niðri á íslandi fyr en á 17. öld, eftir daga þeirra Odds sterka og Hrólfs sterka, sem báðir dóu skömmu eftir 1600. Sextándu aldar íslendingasögurnar eru víst nokkuð í »þjóðsögunum«, en þar þyrfti að gera betri skil. Lík- amshatrið, sem er einhver versti gallinn á því, sem menn kalla kristindóm, er annars ókristilegt, eins og má sjá af guðspjöllunum, þó að þau séu léleg sögurit og rnikið virð- ist hafa verið úr þeim felt. En af þeim virðist þó mega ráða, að Kristur hafi verið afburðamaður að afli og af- bragðs sundmaður. Og ekki þykir mér ótrúlegt, að hin dýrðlega Kristsmynd Thorvaldsens í Frúarkirkju, sem góð eftirmynd ætti að vera af í hverri kirkju á Islandi, í staðinn fyrir þessar misjafnlega vel máluðu altaristöfi- ur, hafi rétt fvrir sér um útlit hans. Það er einmitt ein- kenni hinnar æðstu listar, að ná í sannleikann, eða tals- vert af honum, jafnvel þar sem það virðist dauðlegum mönnum um megn. V. Það á ekki illa við, að snúa sér frá Pálskirkju og að Parlamentshöllinni, sem er hið veglegasta hús og ekki ósamboðið öðrum meginþættinum í hinum enska vilja til valdsins. Þinghöllin stendur við Thames-á, og er sú hlið hennar, sem að ánni snýr, 940 fet á lengd, en turnar rísa yfir höllinni svo háir, að menn verða að setja hnakkann á bak aftur áður þeir fái séð yfir upp, eins og Snorri Sturluson segir svo skemtilega í hinni óviðjafnanlegu ferðasögu Þórs til Útgarða-Loka. En það var ekki laust við, að mér fyndist eg þarna líkt á vegi staddur eins og Þór í Útgörðum, og vantaði þó bæði hamarinn og fleira; 16

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.