Gefn - 01.07.1871, Page 15

Gefn - 01.07.1871, Page 15
17 undiröðru nafni. Óðinn hvarflíka og fór um mörg lönd. Bls. 10. 22- »mörum« o: hestum. Allt guðdómlegt hugs- ast stórkostlegt, miklu stærra og magnaðra en mann- leg hlutfóll eru; þetta er bæði forn og ný trú. Bls. 11. 4. »feiknastöfum«. í fornu skáldamáli eru »feiknstafir« sama sem undur, eitthvað ógurlegt. Bls. 11.7. valkyrjur eru valmeyjar og fylgimeyjar Óðins og Freyju. Bls. 11. 15. »Vanadís« er Freyja. Bls. 11. 17—19. þessar línur svara tilGrímnism. v. 14: hálfan val hún kýss-hverjan dag-en hálfan Óðinn á; og v. 8: Glaðsheimr heitir enn fimti-þars en gull- bjarta-Valhöll víð of þrumir (eg les »víð« en ekki »við«). Bls. 11. 20. Fólkvángur var salur Freyju, segir Snorri. Bls. 11. 26. »Latónu sonur« er Apollon. v. 29. Freyju ver = Óður. Bls. 12. 10- »vea fákar« = goða hestar. Bls. 12. 19. »heiðnar nornir«; eg læt heiðmn hér merkja hreinan, tignarlegan, og svo skildi Finnur Magnús- son »heiðin goð« hjá Eyvindi Skáldaspilli. Bls. 12. 29—82. lítur til ennar blíðkandi og mildandi verkanar menntunarinnar. Bls. 13. 7. tígrar eru kettir Freyju; tígrar og ljón eru ekkert annað en stórir kettir. Af hugmynd forn- manna um Freyjukettina er enn eptir »kattaraugu«, sem eru ástablóm. Bls. 13. 34. jarknasteinar eru helgir steinar, annað hvort gimsteinar eða aðrir dýrir og vígðir steinar. f>eir eru nefndir stundum í Eddu; í fornum enskum fræðum kallast eorcanstan (eorcnanstan heldur Grimm sé rángt) og eg held það sé sama sem sanskr. ar- kacman, sem er lagt út »sólar steinn«. — »breiðir steinar« eru nefndir í prymskviðu v. 19. 2

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.