Gefn - 01.07.1871, Side 18

Gefn - 01.07.1871, Side 18
20 í gegnum allt sem lifir, án hvers enginn getur andað né eldur lifað. petta er sannleikurinn sem hin forna kenníng fól í sér. Yér getum í rauninni skoðað allar frásögur fornaldarinnar svo sem felandi í sér sannleika, því það vitum vér fyrir víst, svo sannarlega sem vér þekkjum nokkuð til eðlis mannlegs anda, að á þeim öldum datt engum í hug að finna vísvitandi upp á æfintyrum og sögusögnum, en allt það sem menn sögðu frá og skáldin kváðu um var fastlega grundvallað á óyggjandi trú að þetta hefði sannarlega átt sér stað, og menn hugsuðu ekkert yfir höfuð um hvort það væri á móti lögum náttúrunnar eða ekki; jafnvel þó fráleitt sé að einstöku menn, svo sem Aristoteles og Cicero, hafi lagt trúnað á hvaðeina; þjóðirnar trúðu og efuðust ekki, og svo höldum vér raunar að víða sé enn. Menn trúðu að fuglinn Fenix lifði í 500 ár eða lengur og brendi sig sjálfan upp og risi ýngdur upp úr öskunni á ný — þó hnýtir Tacitus hér við, að þetta sé »óvíst og ýkt«1) — en enginn hugsaði um að þetta gæti verið sannleikur í skáldlegum hjúpi. Sama er að segja uin allar fornsögur vorar — menn kalla þær »lygasögur« og segja þær sé svo fullar af ýkjum og undrum að þeim sé með engu móti trúandi; en það mun þó sannast betur og betur, að þær fela í sér sannleika, hvort sem þær eru tröllasögur eða riddarasögur; og því lengra sem vér rýnum inn í afkima fornaldarinnar, því meir styrkjumst vér í þessari skoðan, þó hún sé harla torveld og truflist á ótal vegu. Hér af mega menn samt alls ekki leiða það, að allarsögur sé historiskur sannleikur; þvert ámóti er í mörgum sögum margt það sem aldrei hefir getað átt sér stað á þann háttsem frá er sagt; víða er og atburðum ruglað saman og tímatal alveg rángt. Um aldur mannkynsins eru skoðanir manna mjög á reiki. Elstu menjar Egipta eru hérumbil 4000 árum eldri en Kri- stur; en mörgum öldum hefir mannkyn verið uppi fyr. Lyell ') „Haec incerta et fabulosis aucta“, Ann. VI. 28.

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.