Gefn - 01.07.1871, Síða 19
21
reiknar eptir myndanarlögum hnattarins að 35,000 ár sé sá
minnsti tími sem mannkyn hafi lifað, og steind mannabein
vitna um að menn hafi uppi verið líklega laungu fyrr: níu
milíónir ár eru tiltekin sem sá lengsti tími sem mannkynið
hafi getað verið til híngað til, og sá tími nær frá myndan
steinkola-laganna. f>að má nærri geta, að petta er fyrir
framan allt tímatal, því vér þekkjum enga þá atburði sem
hafa orðið í þessu forna mannfélagi — líklega hefir ekkert
skeð framanaf, því mennirnir hafa verið sem dýr að mestu
leyti; þaa steinvopn og aðrar fornleifar sem finnast frá elstu
tímum, gefa grun um að líf mannanna hafi allstaðar verið
eins, litarlaust og sögulaust (í þreugra skilníngi), eins og líf
þjóðanna á suðurhafseyjunum, þar sem öldúngis eins vopn
eru enn brúkuð af villiþjóðum sem sjálfsagt eru líkar því
sem allt mannkynið var annarstaðar á þeim tímum sem það
neytti steinvopnanna. Steinvopn eru sjálfsagt elst allra forn-
leifa; það lá beinna fyrir að nota stein en málm, því málm-
smíði heimtar meiri umhugsun og meiri fyrirhöfn og er því
merki upp á framför. Fornfræðíngarnir skipta æfi mannkyns-
ins eptir þeim efnum sem helst voru notuð á hverju tíma-
bili, og eru tímabilin þrjú og nefnast steinöld, eiröld og
járnöld. Svo sýnist sem ráða megi af ýmsum hlutum, að
nokkur menntau hafi átt sér stað þegar á steinöldinni, þó
hún hafi sjálfsagt verið undarleg, eptir vorum skoðunum.
þessar aldir gánga ójafnt yfir mannkynið; þannig var stein-
öld á Norðurlöndum á meðan eiröld var austur í Asíu og
laungu eptir að járnöld var á Grikklandi.
Tröllasögurnar benda á allar þessar aldir: þær nefna
hæði stein, eir og járn. Á Norðurlöndum hafa steinaldar-
menn verið lengifram eptir ogbúið í hellrum og á fjöllum
uppi ‘) og þeir eldu grátt silfur við járnaldarmennina eða
) þaraf leiðir ekki að Hilleviones og Hellusii eigi að leiðast af
hella eða hellir; eg held engin þjóð hafi á norrænu máliverið