Gefn - 01.07.1871, Page 28

Gefn - 01.07.1871, Page 28
30 sem Grikkir þóktust geta numið nokkuð af; og það er eptir- tektavert hversu líkt stendur á hjáþeim og Norðurlandabúum í því, að þessi vísindasókn til annara þjóða bafði engin áhrif á málið: griskan var svo auðug og liðug að hún gat búið allar hugmyndir sínum eigin hjúpi eða þá hún setti á þær einkennilegt innsigli málsins þó rekja megi orðin til annara mála og þurfti ekki að lána óbreytt útlend orð yíir hvað eina, eins og vér sjáum daglega hin núverandi mál gera: enska, þjóðverska, frakkneska, ítalska, spænska: allt ersam- setníngur úr grisku og latínu, og þessu tylgja flest hin minni háttar málin; en þess verður og að gæta, að rithöfundar Grikkja voru öðruvísi á sig komnir og öðrum andlegum kröptum útbúnir en sá skrælíngjaher sem nú ritar blöð og bæk- ur — þó annars margir sé góðir rithöfundar. Samt megum vér ekki þegja yfir því, ef sannleikans skal gæta, að Grikk- ir (og Rómverjar eptir þeim) voru ekki lausir við eintiján- íngsskap í skoðan sinni á öðrum þjóðum, því þeir fyrirlitu eiginlega alla nema sjálfa sig, hirtu ekki um að læra né skilja neitt mál og kölluðu allar þjóðir »óþjóðir« eða skræl- íngja (barbaros); þeir hæddust að málum þeirra og þektu ekki til neins að kalla fyrir utan Miðjarðarhafslöndin; því Herodotus og Strabon, Pytheas og Hekatæus o. s. fr. eru undantekníngar. J>ó vér getum fundið ýmsar athugasemdir um útlönd víða hjá Grikkjum og Rómverjum (sem voru lærisveinar Grikkja í allri menntan), þá eru þær raunar all- ar á stángli en engin samanhángandi kenníng eða almenn þekkíng sem hafi gengið í gegnum alla þjóðina með þeim sama krapti og sá eiginlegi lífsstraumur andans, sem Grikk- ir eru svo frægir fyrir. En engu að síður eru þessar at- hugasemdir eða bendíngar næsta merkilegar, og því dýr- mætari sem þær eru sjaldgæfari, eins og gimsteinar, því af þeim sést að líf var víðar í heiminum en á Grikklandi, hul- ið og furðulegt líf, og að Grikkir höfðu spurn af því. — Ressi eintrjáníngslega skoðan á útlöndum var í rauninni af- leiðíng menntunarinnar, því þeir gátu ekki annað en fundið

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.