Gefn - 01.07.1871, Page 29

Gefn - 01.07.1871, Page 29
31 að aðrir stóðu á baki þeim, og þessi »barbara«-skoðan varð þannig andi tímans bjá þeim, og það því fremur sem eng- um þá, eða mjög fáum, datt í hug að leita sannleikans með tilraunum (experimentis), heldur einúngis með hugsandi skoð- an og ímyndan, eins og vér sjáum á þeim mörgu kenníngum heimspekínganna um uppruna og eðli hlutanna; og þó Ari- stoteles og sumir læknar gerðu ýmsar náttúru-tilrauuir, þá í fyrsta lagi útbreiddist slíkt ekki svo að af því kæmi neitt verulegt, og í-öðru lagi hneigðust Grikkir helst til skáld- skapar, heimspeki ogsögu: þetta eru alltsaman andlega skoð- andi vísindi (theoretisk speculativ intuitiv) og hverr getur í rauninni framið þau og rýnt eptir þeim í sjálfum sér; en náttúruvísindin eru líkamlega reynandi (praktisk experimen- tal intuitiv) og að miklu leyti örðugri, því þau ekki ein- úngis liggja öll fyrir utan mann, heldur lætur náttúran ekki taka sig eða fá fángastað á sér nema endrum og siunum: það er eins og hverr náttúrukraptur hafi sína óskastund, og það datt Grikkjum — hvað þá heldur öðrum fornþjóðum — ekki í hug. J>að var algeng trú á meðal griskra fræðimanna, og sú trú hélst við allstaðar þar sem grisk menntan náði til og það lengi fram eptir öldunum, að jarðarkrínglan (sem menn á elstu tímum ímynduðu sér að væri flöt eins og skjöldur og um- kríngd útsænum eða »jarðarstrauminum« (Oceanus), en þó kendu ýmsir seinni lærdómsmenn þá að hún væri hnöttótt) væri búngu- vaxin l norðri og suðri, menn héldu að hún eins og nálgaðist þar himininn. Einkanlega finnum vér þessa getið um norður- helmíng landanna, og þetta stendur í sambandi við það að þángað ferðuðust fæstir í þá daga, Grikkir komust ekki len- gra norður á við en að norðurströndum Svartahafsins, þar var ein nýlenduborg þeirra er Olbia hét og við Asovs-vatnið (palus Maeotis) Panticapaeum og Phanagoria — þar fyrir austan var Kákasusfjall, sem enginn þekkti og allir héldu að væri fullt af undrum, svo þar átti Prometheiis að hafa verið bundinn af Júpíter og leystur af Herkúles; en þar

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.