Gefn - 01.07.1871, Page 34

Gefn - 01.07.1871, Page 34
36 sögusögnum Inda, og þó margt sé þar ótrúlegt, þá er þaö samt flest bygt á einhverjum sannleika. Eptir hans sögn létu sumir rithöfundar Hyperboreana vera í Asíu og kallast Attacora1); hann sagði þeir yrði þúsund ára gamlir og þar væri mikill sælustaður. En þetta er indisk trú; þeir héldu að í norðri væri sæluland, og kölluðu það Uttara-kuru; það er af sanskrít-rót ulr að rísa, hefjast; udici og udac ernorður o: hálendi, sama hugmynd og eg gat um áður á bls. 31; udire er »að hefjast upp«, rísa, uda — griskt uðaip, lat. unda, ísl. uðr og unnr (bylgja) = hafið, það sem rís hátt [haf er líka af »að hefja« og merkir það sem rís); uttara er í lstu merkíngu: hafinn, í 2. merk. norður. Kuru er Qall-lendi, hálendi, og sama orð og sanskr. giri, zend. gairi, afghan. ghur, sem allt merkir fjall; Uttara-kuru merkirþví »norður- fjöll« og norðurland. — í griskri bók sem eignuð liefir verið Plútarkus (de fluv. 4. 3)'1) er sagt að hjá Gangesfljótinu sé Qall það er nefnist uppstigníngarfjall CAvo-oáy/) og kallist svo af því Helíus (sólarguðinn) sá þar gyðju þá er Anaxibia heit- ir, sem undi þar; hann varð ástfánginn í henni og elti hana, en hún flýði í musteri Artemisar Orþíu, sem er á fjalli því er Koryfe heitir, og hvarf þar; en guðinn fylgdi á eptir, og þegar hann ekki náði henni, þá steig hann þar upp af fjallinu syrgjandi á himininn, o<r því heitir það upp- stigníngarfjall. þetta er auðsjáanlega líkíngarsaga, um morg- unsólina sem eltir aptureldínguna eða morgunbjarmann, sem sagan kallar Anaxibia; það mun varla vera griskt orð, heldur eitthvert annað afbakað orð; morgunbjarminn eða morgunroðinn flýr fyrir morgunsólinni og inn í musteri Ar- ‘) Plin. H. N. L. IV. c. 12. VI. c. 17. Eiginlega segir Plinius: „eadem qua Hyperborei degunt temperie“; en á enum fyrra staðnum stendur: „Quidam eos in prima parte Asiae litorum posuere, non in Europa, quia sunt ibi similitudine et situs Attacorum nomine“ . . . Sjá ath. seinast. *) Miiller, fragm. hist. Graec. II. 441.

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.