Gefn - 01.07.1871, Qupperneq 38
40
guðs og sólarguðs, eða slíks; og porsteinn bæjarmagn er
sjálfur ejitirmynd [>órs að nokkru leyti. í Eiríks sögu víð-
förla er Ódáinsakri lvst svo sem »landi enna lifenda« og
náttúrlega med kristnum eða að minnsta kosti óákvörðuðum
blæ; en lýsíngin er yndisleg og skáldleg, allt öðruvísi en
lvsíngarnar í Skuggsjá, sem er sú einasta bók sem verður
borin þar saman við.
Yér skulum þá snúa oss til enna fornu höfunda sem
nefna Hyperboreana. og þá er þar fyrst að nefna
Pindarus, 500 árum fyrir Krist. Hann segir frá eða
getur um1) Apollons-dýrkuuina í norðurheimi; hann talar
um dansleiki meyjanna og hörpur og pípnasaung og að menn
verði þar ekki ellidauðir: þessi hugmynd er án efa bygð á
einhverjum sannleik, eins og eg hef áður getið um2) og
skal eg hér ítreka það: í Gautrekssögu gánga menn fyrir
Ætternisstapa og stytta sér aldur og fara glaöir »til Óðins«;
í Gautlandi, þar sem þetta átti að hafa tiðkast, eru enn í
dag kallaðar »Áttestupor«, sem er einúngis breytt orðmynd
úr Ættarstapi eða Ætternisstapi; og þetta í Gautrekssögu
styrkist einmitt á því, að vér finnum öldúngis sömu söguna
hjá Pomponius Mela og Pliníusi®) og einmitt um norður-
heimsmenn eða Hyperboreana, og á þessu sannast að sögur-
nar um þá voru ekki, eins og bæði Al. Húmboldt og fleiri
hafa tekið fram, tóm sólarsaga4). Að Hyperborearnir sýnast
') Pyth. X. 30—44.
J) „Ragnarökkur“ form.
s) Mela III c. 5. Plin IY c. 12. Bæði J. Grimm (DRA ad p.
489 2. útg.) og N. M. Petersen (Danm. II. i Hedenold 1, 5)
nefna þetta, en án þess eiginlega að gefa því gaum.
*) o: líkíngarsaga um sólargánginn. pó margt sé upp komið
smátt og smátt út um heiminn víðs vegar, þá rennum ver samt
ætíð huganum austur á við, þar sem vagga enna fyrstu manna
stóð, til þess að vita hvort ekkert sé þar skylt, þvi það geíur
grun um að menn komist þá heldur fyrir uppruna hlutanna,
þó það nú ekki verði alténd. Á fjalllendi nokkru indisku I