Gefn - 01.07.1871, Side 40

Gefn - 01.07.1871, Side 40
42 það er þá optast næv sett í samband við náttúruhluti eða eitthvað þesskonar; þannig segirMela1), að á sælu-eyjunum (insulis Fortunatis, sem eg nefndi á bls. 32.) sé tvær lind- ir, og deyi menn af hlátri af annari, en læknist af hinni; Procopius segir2) að á Sardiníu vaxi gras nokkurt (nóa, puntur) er valdi hláturdauða; sá heljarhlátur kallist risus sardonicus; þetta kemur opt fyrir hjá fornmönnum, jafnvel hjá Hómer3), og þeir leiddu það víst optast af Sardiníu. Enn skyldara sögunui um Ætternisstapa erþað sem sagt er í skýríngum við Platon4), að eptir sögn Tímeusar sé það siður á Sardiníu, að þegar íoreldrarnir sé orðnir gamlir og ellimóðir, þá grafi börnin þeim gröf og hrindiþeim þar ofan í, ekki nauðugum, heldur viljugum og hlæjandi. [>etta er aptur skylt því sem vér vitum um lssedonana, sem eg mun nefna síðar. Menn hafa annars tekið fram líkíngar á milli Sardiníumanna og sumra norðurþjóða; eg finn nefuda þar sem landnámsmenn Tyrrena, Kartaga, Feníka, Libya, íbera og Grikki, en enga norðurlandameun; en þó væri það ekki óhugsandi að eitthvert slíkt samband hefði einhverntíma verið; landanöfn segja sumstaðar frá því, þar sem menn varla skyldu búast við því: þannig er t. a. m. Morea 5) slav- iskt og algengt nafn á Peloponnesus, og sýnir að slaviskir menn hafa verið þar. Næst eptir Pindarus kemur Herodotus, hérumbil 450 árum fyrir Krist. Honum þykir það ótrúlegt sem hann hefir heyrt um Hyperboreana, og hann neitar eiginlega6) að þeir sé til, en er þó óbilugur í að segja frá ýmsum öðrum þjóðum, sem í rauninni eru ekkert annað en Hyperborear, >) L. III. c. 10. *) De bello Goth. L. IY. c. 24. 3) Od. XX. 302. 4) Schol. Plat. Republ. að L. I 337 a. s) Morea þýðir „sjóland11 (Zeuss, die D. u. d. Nst. p. 629). «) L. IV. c, 36.

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.