Gefn - 01.07.1871, Side 44
46
Apollon dýrkaður þar fremur öðrum goðum; þar se menn
svo sem hofgoðar Apollons og sýngi honum lofsaungva sí og
æ og dýrki hann mjög ítarlega; þar á eynni se lundur helg-
aður Apollóni og hof glæsilegt og alsett gersemum og kríng-
lótt; þar sé og borg helguð honum og sé flestir borgarmenn
harparar góðir og leiki sífeldlega á hörpur með lofsaungum
í hofinu guðdóminum til dýrðar; þeir tali sérstaklegt mál
og sé Grikkjum góðkunnugir frá gamalli tíð1), en þó einkum
Aþenumönnum og Deleyíngum; sé svo sagt að Grikkir nokk-
rir liafi farið þángað norður með dýrindis fórnargjafir og
griskt letur á ritað; enn framar hafi Abaris til forna komið
til Grikkands í því skyni að endurnýja vinsemd og fóst-
bræðralag við Deleyínga; það segi menn og að túngl sýnist
svo af ey þessari sem það sé örskammt i'rá jörðu og megi sjá
á því ójöfnur nokkrar eins og jaröhóia - ); þá segi menn enn
land: „pars mundi damnata a rerum natura et densa mersa
caligine“ — og þó var það „hyperboreiskt“.
') Öldúngis eins og sagt er um kunníngskap við útilegumenn,
sem áttu að byggja hulda dali þar sem var eilíft sumar. pegar
á Herodots dögum var engin samgánga á milli norðurs og suð-
urs — ef hún annars heíir nokkurn tíma átt sér stað.
2) pessi imyndan um nánd túnglsins stendur án efa í sambandi
við það sem eg gat um á undan, að jörðin væri hærri í norð-
rinu, menn voru þá þar „nær himninum11 og nær túnglinu, og
þetta segir Aristoteles með berum orðum (Prohlem. sect. 26.
16) ogVirgilius (Georgic. L. I. 240): ^Mundus, ut ad Scythiam
Rhipæasque arduus arces consurgit, premitur Libyæ devexus
in austros. Hic vertex nobis semper sublimis’; og enn fleiri
segja það. par sem Diodorus nefnir ójöfnur á túnglinu svo
sem jarðhöla eða hrufur yetúSstí), þá held eg víst hann
meini fjöllin í túnglinu eins og þau stundum sjást hera við
túnglskuggann eins og ofurlítill ljósknappur (en þar á móti
meinar hann ekki blettina á túnglinu, sem líka eru fjallaskugg-
ar); þetta hef eg stundum getað séð með berum augum, og
í íornöld var sú örnhvassa sjón miklu tíðari, þó margir sveita-
menn sjái svo vel enn.