Gefn - 01.07.1871, Page 46

Gefn - 01.07.1871, Page 46
48 Arímöspum þær, en Arímaspar Issedonum o" Issedonar Skytum1), en Skytar hafi flutt þær til Sinópe (í litlu Asíu) og þaðan hati Grikkir flutt þær til Prasiae; þessar fórnir sé faldar í hveitistrái og ósynilegar -). Á öðrumstað3) segir hann (og annars fleiri) að Horkúles hafi flutt olíuviðinn frá Hyperboreum til Grikklands: þetta hvorttveggja getur varla táknað annað en að hveiti og olíuviður frjóvgist og beri ávöxt fyrir mátt sólarinnar; bæði Herkúles og Apollon merkja sólina. Hér að auki eru nokkrir fleiii höfundar, einkum þeir sem hafa ort út af Argonátaferðinni og Aethicus Cosmo- graphus. Um Argonátana eru ort »Orphica«, sem ekki era álitin ýkja gömul; í þeim er ruglíngsleg lýsíng á norðurlöndum, um lánglífa og sæla menn (eins og hjá Pindar), og um að þar liggi helvegur norður ogniður; það sama segir ogAethi- cus, sem menn ekki vita hvenær hafi uppi verið (sumir segja á 3., aðrir á 6. öld e. Kr.), og margt annað segir hann og um smíðhagar og saungkænar þjóðir þar, um eirsmiði og skip þeirra o. s, fr., sem hér er ekki rúm til að telja, en svo þykir sem þekkja megi þar Bjarma og fleiri finnskar þjóðir. f>etta er það helsta sem sagt er af þessum þjóðum, en miklu víðar eru þeir nefndir af rithöfundum Grikkja og Kómveija, og má sjá á því hversu rík hugmyndin um þá var og hvernig hún gekk í gegnum anda mannanna. En þó ‘) þó Paus. nefni Skyta þannig serstaklega, þá voru allar þessar þjóðir skytiskar kallaðar í fornöld. 2) Hér við má annars einnig samanbera Herodotus Lib. IY. c. 13 og einkum cap. 33, þar sem hann segir frá sama hlut, en þó nokkuð öðruvísi. J) Lib. V. c. 7. Apollodorus segir (L. II. c. 51, aðHerkúles hati tekið olíuviðaríjötur (Seajjíou ríyr IXaías) af Prometheusi — hér er sjálfsagt reik á sögunum. petta kemur hvergi fyrir í Prometheusi Aeschylusar, og eg veit ekkert um það meir.

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.