Gefn - 01.07.1871, Blaðsíða 48
50
hinn 3. með því nafni og var uppi eitthvað 1700 árum fyrir
Krist. þ>að getur ekki leikið neinn efi á, að sólardýrkan
hefir valdið því, að Grikkir létu Memnon vera son Tiþónus’
og Auroru eða Eos, son morgunroðans og jötunkynjaöanJ),
og Memnon réði yfir Etíópíu, enu sólarljómandi brunalandi
(af 'uihj); Memnon var því beinlínis sólargoð * 1 2). Hljómsagan
um Memnonsmyndirnar hefir haldist við allt til vorra tima
og margir hafa þókst heyra hljóminn; og svo sannfærðir hafa
menn verið um þetta, að menn hafa reynt til að gera sér
grein fyrir því með náttúrlegum þýðíngum, t. a. m. að líkn-
eskin væri úr mjög stökkum steini sem losnaði korn eða
smáfiöguraf í sólarhitanum og hevrðist þá hljómurinn. Ein-
hverr ferðamaður (mig minnir Prokesch-Osten) svaf um nótt
við líkneskisfótinn til þess að missa ekki af hljóöinu um
sólarupprás, en hann heyrði ekkert. — J>að sögðu menn og
að sól rynni í æginn og hljómaði við eins og þegar glóandi
járni væri drepið í vatn3); menn ímynduðu sér þá sólina
eins og eldhnött sem söktist í sjóinn og sloknaði, og því
sagði Heraklitus að ný sól rynni upp á degi hverjum4).
Tacitus segir — ekki sem sín orð, heldur annara — að sól
renni ekki í norðurheimi meir en svo að dagur sé á lopti
frá sólarlagi til sólar-uppkomu5 *) og þá heyrist hljómur og
sjáist svipir guðanna og standi geislar af höfðum þeirra.
Miklu meira mætti telja um það hvernig ljós og hljómur flétt-
ast saman — ekki einúngis í fornum fræðum, heldur og enn í
*) Eg veit ekki hvað ,, Tiíhjvrk11 merkir; Etym. magn. segir það
sé = Dagur; það er líklega skylt Titan. .
1) I'að gerir ekkert til þó hann væri gerður að blámanni, því það
fylgdi með sólarhrunanum í Etíópíu (cf. Straho 695, orð þeo-
dektes’) og því talar Yirgilíus (Aen. L. I. 489) um „Eoasque
acies et nigri Memnonis arma“.
3) Strabo 138.
4) Arist. Meteorol. L. II. c. 2.
5) Extremus cadentis solis fulgor in ortus edurat, Tacit. Germ.
c. 45.