Gefn - 01.07.1871, Page 61

Gefn - 01.07.1871, Page 61
63 jámsrniöju1), heldur og jafn vel á seinni öldum, á vorum tímum, vill það til að menn láta tælast af slíkum.ljóma eða glampa, og þá koma þessar gullsögur fram: svo var lengi trúað á gullland í Suður-Amerlku (El-dorado) sem margir fóru að leita en enginnfann; jafnvel á 16. öld töldu múnkar nokkrir Spánverjum trú um að logandi hraunleðja í Masaya (í Mið-Ameríku) væri bráðið gull og sviku fé út úr mönnum; og svo rótgróin var þessi gulltrú hjá mörgum, að þegar Vesúvíus spjó 1822, þá urðu tveir náttúrufróðir menn að sanna með kemiskum prófum, að hann gysi ekki gullstein- um 2j; en þessi trú virðist nú að hafa dofnað síðan gullnámar- nir fundust í Kalíforníu og Ástralíu, og menn kynntust eðli málmjarðanna betur. En það þarf samt ekki þessa tómu guiltrú eða ímyndan, því í fornöldinni bæði þektu menn og áttu menn mikið guil. Altaifjöllin kallast »gullfjöll« einmitt af því þar fæst mikið gull og hefir fengist laungu fyrr en sögur komu til Noröurlanda, og þærþjóðir sem þar bygðu hafa haft einhverja kunnáttu til að ná gullinu og smíða það. Fornsögur vorar geta aldrei um að Norðmenn hafi grafið gull úr námum; þeir fengu það einúngis með ránum, með haugferðum og af öðrum á ýmsan hátt; og þó til sé gullkenníngin »nílsandr«, og þó bæði Diodorus og fieiri höfundar geti um ár sem liytjí gullsand, þá vitum vér ekki til að Norðmenn hafi þekt nokkrar slíkar ár, því »málmr Rínar«, »niðbrandr« o. s. fr. er bygt á öðrum rök- um. Gullgröptur austurlandaþjóða í fornöld hefir án efa komið frá Indum eða Mið-Asíumönnum; þar að auki kunnu Egiptar að bræða gull og til voru rit um það hjá þeim, eins og vér vitum af bréfi sem Diokletianus keisari lét út *) Photii Bibl. ed. Im. Bekker p. 45. Ktesias segir að dýpst í lindinni sé járn og úr því haii verið smíðuð tvö sverð. Sb. Húmboldt, Kosmos 2, 416. 2) Húmboldt, Kosmos 4, 298—300.

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.