Gefn - 01.07.1871, Page 69
71
sem tré lífsins og ýmist sem straumur farsældarinnar: það
er allt ein og hin sama hugmyndin. — En að halda að
sagan um Sampo sé mynduð úr sögunni um Grotta, eins og
Castrén og Simrock halda, það álít eg alveg rángt, eins og
það heldur ekki mun vera rétt að bera saman orðin Sampo
og stampur (C. p. 272). Castrén segir raunar (p. 270) að
sagan um Sampo sé frá seinni öldum, eptir að Finnar hafi
greinst frá hinum öðrum frændum sínum, en hann sannar
þetta ekki með neinu; þvert á móti sýnir það sem hann
segir strax á eptir um Móngolana, að þeir kalli Búddakyrkj-
una »Sampo«, að Sampo-sagan á sér rót í elstu fornöld
lengst inni í Asíu'), því það má ætíð gánga að því visu,
að slíkar sögur eru æfar-gamlar. Að Sampo sé sama sem
Jómali eða Jómala-líkneski, eins og Lönnrot heldur, álít eg
fráleitt. Sú hin beiska lind, sem Herodotus talar um, get-
ur verið hafið, sem Sampo sökk í; Grikkir sögðu ncxpd
&áÁaa<ja og ncxpd áÁprj — eg segi hér raunar það sem mér
nú dettur í hug, án þess að halda að ekkert geti fundist
betra; og eg enda þessa skoðan með þeirri athugasemd, að
stundum verðum vér að taka á burtu þann skáldlega eða
hugmyndarlega hjúp sagnanna til þess að gera þær histor-
iskar; en stundum verðum vér líka að rýma á burtu þeim
búníngi þeirra sem sýnist gera þær að historiskum sögum
og vér verðum að gera þær óhistoriskar, til þess að komast
inn í anda þjóðanna. Exampaeus og Sampo eru sannleikur,
en skáldlegur sannleikur, enginn historiskur eða líkamlegur
hlutur. Að Herodotus lætur Exampaeus verahjá Hypanis*),
er eins og þegar Grotti sekkur á Petlandsfirði eða Beigaður
sáir gullinu á Fýrisvöllum: það er ekkert historiskt factum
fyrir það, þó alkunnir staðir á jörðunni sé margnefndir,
') Sömul. J. Grimm, DM 1229.
s) Hér sjálí'sagt = Bug eða Bog; annars var og önnur Hypanis,
sem nú heitir Kúban.