Gefn - 01.07.1871, Page 70

Gefn - 01.07.1871, Page 70
72 ekkert fremur historiskt heldur en að jötnar hafi ráðist á Olympus eða Apollon fæðst á Delos. Eg hef áður talað um nokkur mannanöfn; nú skal jeg nefna fáein örnefni, sem vér höfum úr norðurheiminum, laungu áður en nokkrar sögur hófust hér — því öll þessi min ritgjörð snertir einúngis þann tíma sem er á undan allri sögu og laungu fyrr en Ásaþjóðir komu norður. f>ó ömefnin ekki alténd verði miðuð við viss lönd, þá má samt gera það líklegt með mörg þeirra og sýna að eldgömul nöfn liggi til grundvallar fyrir mýmörgum nöfnum á Norður- löndum. Herodotus nefnir engin eiginleg hyperboreisk ör- nefni, að minnsta kosti engin sem heimfærð verði uppá vor norðurlönd; öllhans nöfn liggja austar ogsunnar. Hekatæus nefnir ey nokkra hyperboreiska, Heliksoia'); í þessu nafni dylst sjálfsagt finnskt eða slaviskt nafn; jalk erfótur áFinn- sku; jalk er piltur í Svíþjóð, líklega komið frá Pinnum; Jálkr er Óðinsheiti, og jálkur er hestur; en ekkertaf þessu get eg fellt mig við hér. í Heliksoia held eg felist finnskt- slaviskt orð wolok; oia og aja er á, straumur, en getur hér annars líka verið ey eða land (cua — yaia, avia = ey) eða þá það er endíng: það er ómögulegt að sanna það; en He er = Se = Sa; s er opt slept og bætt við á víxl: Viðrir Sviðrir, Varinn Svarinn, sex, knrá septem o. s. fr.; He- liksoia verður þá eitthvað áþekt Sawolok; wolok er mörk, heiði; sa = hinumegin: Sawolok = landið hinumegin við mörkina. Savolax eða Savoloks var partur af Pinnlandi* * 3); af þessu orði er »safali« komið o:þau dýr sem veiðast hinu- ‘) þetta nafn, sem í Orphicis heitir Helike, finnst ekki hjá Dio- dorus, en Steph. Bys. citérar það eptir Hekatæusi. það er líklega sú sama ey sem Diodorus getur um og sem Nilsson hélt að sjálfsagt væri sama sem England; en fornmenn kölluðu öll Norðurlönd eyjar, hvort heldur þau voru það eða ekki. 3) Europaeusi gat ekkert dottið í hug um afleiðíngu þessa nafns í AnO 1858 p. 36.

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.