Gefn - 01.07.1871, Síða 71
73
rnegin við mörkina, eða markadýr (þar af er aptur afbakað
saphirina pellis hjá Jornandes, og asalabia og Zobel); af
wolok er og nafnið Wolga myndað (þó hvorki Schafarik né
F. H. Miiller gæti fundið það), það er = wolok-aja =
Markarfijót; af wolok held eg lika sé dregið alkoga, árheiti
í Eddu (í AM ótg. er »ólga« tekið upp í textann, svo sem
skiljanlegra) = Wolga; af wolok er líka líklega komið nafn
Bolgaranna og Wogulanna (með stafaskiptíngu) og það þýðir
Markamenn eins og aðrar þjóðir nefnast eptir löndunum:
Sahmeladz (Suomalainen) = Mýramenn; Ugri = heiða-
menn; Keltar = fjallamenn o. s. fr.; hefði Volkarnir (Vol-
cae) ekki verið keltisk þjóð í Gallíu og Italíu, þá hefði
memi sjálfsagt getað leittnafn þeirra afwolok, og hérmætti
líka minna á nöfn norðurlandaþjóða Volchvy Bolchvv Belcae
Bjálki (sem eg hef nefnt áður), þó þau kannske eins geti
heimfærst til Pajala og Pohjola. Heliksoia getur líka ver-
ið = Hálogaland: SuolaSelka, heiði á milli Helsíngjahotns
og Varángursfjarðar, er sá »wolok« (mörk, heiði) sem skil-
ur Hálogaland frá Finnlandi og Rússlandi, og það sem lá
fyrir vestan þessa heiði, gat hjá finnsk-slaviskum þjóðum
þar fyrir austan heitið Savolok-Havolok-HaulokJ), og úr
því gat orðið Hálogaland, en að leiða það af' Loga og Háloga,
eins og gert er í sögu þorsteins Víkíngssonar nær engri átt,
og enn vitlausara er að leiða það af helgr eða heilagur.
|>að er víst að mörg nöfn í Noregi og Svíaríki eru miklu eldri
en Norömenn og Svíar; en meun halda að allt sé »norrænt«,
af því menn fara aldrei út fyrir »Skandínavíu«, og hugsa
síður um hið innra eðli og þýðíngu nafnsins. Hverjum getur
hafa dottið í hug að kalla »Smálönd« af smár, lítill? miklu
fremur eru hér stafavíxli o: Sámlönd = Samland, skylt
‘) Zaulocenses kallast Savolaxfinnar af Sabínusi (Comm. in Virg.
185). Hellusii og Oxiones í Tacit. Germ. 46 held eg sé ekki
tvær þjóðir, heldur orðið Helixoia uppleyst og afbakað.