Gefn - 01.07.1871, Síða 78
80
= Norðvegr, Norðrvegr; en væri Noregr Norvegr komið
af »norðr«, þá hefði ð varla fallið úr, og ekki þ<5 norð sé
= nira með ð sem afleiðíngarstaf; og þetta ð finnst aldrei
i þessu nafni ritað, þó það svnist að eiga að vera einn aðal-
stafur, ef nafnið væri komið af »norðr«. Sjaldan er ritað
»norðrænn«, heldur optast »norrænn« (og »norænn« hjá Ara).
Ari ritar »Noregr« alls einusinni, en annars ætíð »Norvegr«,
en eg marka Ara ekki í því, því ritsháttur hans er víðar
rángur eu þar. í Landnámu held eg allstaðar sé ritað
»Noregr«; annars nenni jeg ekki að telja þetta í öllum
bókum; en myndin »Norvegr« er sjálfsagt komin upp seinna,
og er ein af ótal etymologiskum orðabreytíngum, með því
menn vildu fá meiníngu inn í nafn sem menn ekki skildu;
og þetta hófst þegar á dögum Haralds hárfagra eða fyrr,
og af því held eg v eða u sé komið á legstein Gorms; en
ia (í Nurviag) sé hrein finnska, en ekki = i eða e (eins
og iak = ek, ias = es). — þjóöarnafnið Norðmenn North-
manni er miklu ýngra, og er ekki fremur upp fundið af
Noregsmönnum heldur er nokkur þjóð finnur upp á að nefna
sig eptir áttum, því það gerir engin þjóð *): norðrið erekki
í Noregi, heldur fyrir norðan Noreg; öll lönd og allir menn
þykjast vera í miðju heimsins og miða allt út frá sér.
Noregsmenn áttu sér sjálfir í öndverðu ekkert sameiginlegt
þjóðarnafn, en þar nefndust menn eptir héruðum: þrændir
filir Firðar Sygnir Háleygir o. s. fr., en allir þessir þjóð-
flokkar eða héraðamenn voru kallaðir »Norðmenn« af þeim
sem bygðu fvrir sunnan þá, eins og þeir sjálfir kölluðu
Skota og fra Yestmenn og Islendíngar kölluðu Norðmenn
»Austmenn«. þar að auki á »Norðmenn« ekkert skylt við
‘) Polijola merkir raunar Norðurland, en það land lá sjálfsagt
fyrir norðan þá menn sem gáfu þetta nafn; það var = Lappland,
sem liggur fyrir norðan Finnland, hvort semvér nú látumþessi
nöfn svara til landanna sem nú eru, eða ekki.