Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Síða 33
33
gjá niðr við vatnið; mótar þar víða fyrir fornum götum eða troðn-
ingum; er þá farið yfir Öxarárfarveginn gamla. Niðr við vatnið
er Almannagjá orðin lítil, eða klofnar þar í smágjár og sprungur;
þar hefir legið vegr yfir, og heitir Ferðaiiiannaklif enn í dag.
þ>ar virðist víða vera eins og mannaverk úr grjóti yfir gjárnar.
Síðan lá vegrinn upp með berghallanuin upp með vatninu og upp
í þingið, sem nú er kallað, fyrir vestan ána., þar sem búðatóttirnar
eru mestar. þessi vegr var kallaðr Hallvegr; þá var vað á Öxará
á leirunum eða söndunum við vatnið fyrir framan túnið á þingvelli,
og svo lá vegrinn austr eftir nálægt Vatnskotsveginum, sem nú
er kallaðr, og svo til Vellankötlu, og síðan austr til Gjábakka. það
er að segja: þá lá vegrinn ekki yfir Gjábakkastíg sem nú, þvíað
hann var fyrst gjörðr 1832 eða 1833, heldr sunnar fyrir utan, þar
sem Hrafnagjá endar eða er orðin nær að engu ; síðan lá vegrinn
austr á Hrafnabjargaháls. þessi Hallvegr lagðist af i jarðskjálft-
anum 1789 eða einkannlega vaðið á Öxará fram við vatnið; þar
sprakk í sundr og kómu álar, sem eigi var fœrt yfir, enda fóru
þá af að mestu hólmarnir fram undan þingvallartúni, sem hafði
áðr verið engi töluvert. þegar vaðið lagðist af á ánni, vórugjörðar
traðirnar gegnum þingvallartún og austr úr, þvíað annars staðar
varð þá eigi vel farið. þetta sögðu mér gamlir menn í þingvallar-
sveit eftir sínu foreldri, sem lifði í jarðskjálftanum. Sumir vildu og
segja, að eitthvað hefði breytzt í vatnsvíkinni eystri hjá Vellankötlu,
og að vatnið sé þar nú hærra enn áðr1.
Væri það rétt, að þingvallarhraun hefði sigið niðr austr í
vatnsvíkinni, þá hlýtr og Vellankatla að hafa breytzt að útliti frá
því sem hún var fyrir jarðskjálftann, þegar vatnið gekk þar á land ;
hún er ekkert annað en vatnsuppgangr úr hrauninu hér og þar.
1) það er eftir sögn síra Páls þorlákssonar, sem kom að þingvelli 1780,
og var þar prestr, að þegar jarðskjálftinn varð 1789, lá kona hans á sængr-
rekkju og skyldi verða léttari; flúðu menn með hana út úr bœnum og var
tjaldað yfir henni fyrir framan kirkjudymar, og þar ól hún barnið. Kým-
ar vóru yfir í Almannagjá; enginn þorði að sœkja þær nema prestrinn síra
Páll; hann segir líka, að þá hafi hranið einstaka smásnasir hér og þar í
gjánni, enn engra verulegra breytinga er getið og ekkert er haft eftir honum
um það, að hraunið alt millum Almannagjár og Hrafnagjár hafi sigið niðr
eða að botninn 1 Almannagjá hafi sigið eða lækkað um eina alin eða meira,
eins og Sveinn Pálsson segir í Dagbók sinni (sjá bl. 21 hér að framan).
það er þó lítt hugsanda, að síra Páll hefði ekki athugað svo stórkostlega
breyting sem þetta, eða getið hennar, þar sem hann var á þingvelli og átti
þar heima bæði fyrir og eftir viðburðinn, því að þótt menn hefði eigi veitt
því eftirtekt í sjálfum jarðskjálftanum, þá ætti þó fleiri enn Sveinn Pálsson
að hafa getað séð það á berginu, enda tekr sverðsfundrinn í sumar, sem
getið er hér að framan, öll tvímæli af um þetta mál. Páll prestr hafði þó
haft einhverja óljósa hugmynd um, að hraunið hefði jafnvel lækkað einhvers
staðar; enn engin rök eru að því leidd af honum. þessa sögu hefi eg eftir
Birni, syni síra Bjarnar, sem var á þingvelli, Pálssonar prests, sem áðr er getið.
3