Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Side 58
58
,.£>rymr sat á haugi
þursa dróttinn,
greyjum sínum
gullbönd sneri,
ok mörum sínum
mön jafnaði“.
Líka í Atlakviðu, 37. vísu:
„Manar meita1
né mara keyra“.
1 Bjarnarsögu Hítdœlakappa, Kmh. 1847, er Þetta ljóslega
tekið fram við víg hans, bls. 62, 65, og 66. í Gullþórissögu, Leipzig
1858, er líka talað um manskæri bls. 66, Gullþóriss. Reykjav. 1878,
bls. 26, ogí Reykdœlu, Kmh. 1830, bls. 2Ó817. Einnig er talað um
þau í Finnbogasögu ramma, Kmh. 1812, bls. 2823; Akreyri 1860,
bls. 43; Halle 1879. 4512. J>ó lítr út fyrir, að þau manskæri, er
Björn Hítdœlakappi hafði á linda sér, hafi verið miklu stœrri, og
enda með hinu laginu, með ás eða þolinmóð, þvíað þá vóru þau miklu
hentugri til þeirrar ágætu varnar, sem talað er um að hann hafi
sýnt; líka munu þau, sem talað er um í Gullþórissögu, hafa verið
með hinu síðarnefnda lagi: „En |>órir snerist við fast, ok laust Bljúg
með skœrahúsanum, ok kom í ennit, en hann féll á bak aptr ok
varð hola fyrir húsanum.
3. 2 járnbútar ryðbrunnir mjög; sá lengri er 3l/2 þuml. á
lengd, í annan endann er hann lagðr tvefaldr, og sem oddr fram,
enn breikkar og þynnist upp, og þar brotið af. Á hinum endan-
um er hak, er veit á aðra hlið, og þar brotið af endanum á járninu.
Hitt járnið er nokkuð styttra og hefir enga breytilega lögun, enn
brotið af báðum endum. Öll þessi fjögur brot vanta, tvö af hvoru
járni, og er því með öllu ómögulegt að leiða neinar vissar getur
að, hvað þetta hefir verið.
4. Bemknífr; hann sýnist vera úr hvalbeini, og er brotinn
sundr nær einum þuml. fyrir framan hjöltin, sem öll eru ávöl, enn
brotið af, sem til bakkans veit, enn mun hafa verið 2 þuml. yfir
hjöltin. Meðalkaflinn eða handfangið er frá blaðinu 5. þuml. á lengd,
nokkuð slétt og lítt aftrmjótt, og ávalr hnúðr aftan á, ogréttmátu-
legt fyrir meðalhönd; það sem til er af blaðinu, eru 4V2 þuml. á
lengd, enn 1 þuml. og 4 línur á breidd, þar sem það er breiðast.
Sneitt er fram til oddsins frá bakkanum; þar sem eggin heldr sér
er hún þykk og sljó, og hefir verið svo upprunalega. Mér þykir
líklegt, að vanti í blaðið hér um bil 1 x/2 þuml. Oddrinn er lítið
eitt boginn út á aðra hlið, inn að, ef hann hefði verið borinn á vinstri
hlið. þessi knífr hefir hvergi verið með neinu verki eða skrauti,
1) þ. e. skera.