Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Page 91
91
vegna er sagt at brjóta hörga, enn brenna hof. Ivar Aasen, Norsk
Ordbog. Chr. 1873: horg, Bjergknold, Bjergtop, (mest som Navn
paa enkelte store Fjelde). Rietz, Svenskt Dialekt- Lexikon. (Ord-
bok öfver svenska almágespráket), Lund 1867, bls. 244: | „harg, m.,
1) eg. benámning pá de bland forntidens folk hososs brukliga och
fordom heliga stensáttningar eller altare. 2) plats, opfylld af natur-
ligen hopad sten. 3) stenhög, oplagd sásom sjömárke. En egen-
domlig betydelse har det urgamla ordet horg i nágra landskaps-
mál, a) en tát bevuxen skogsdunge af ung skog. b) samling af
nágot“.
Á fornensku (engilsaxnesku) er orðið hearg, kk., og merkir:
hof, altari, skurðgoð.
1 fornri háþýzku finst og þetta orð, haruc eða haruh, og
merkir þar lund, hof, skurðgoð.
Sveinbjörn Egilsson í orðaregistri í 12. b. af Fms.: hörgar, blót-
borgir, hlaðnar úr grjóti. í orðbókinni yfir skáldamálið tilfœrirhann
þýðing Jóns Olafssonar frá Svefneyjum og Finns Magnúss. Jón
Ólafsson: altari, hæð, klettr; alt, sem gnæfir upp eins og varða.
Á þremr stöðum í þessum tilvitnunum úr fornritunum, sem til-
fœrðar eru hér að framan, er hörgr með ljósum og ákveðnum orð-
um kallaðr lnís, og auk þess kallar Snorri hann sal, sem hafi verið
allfagr, hann segir og, að gyðjunum hafi verið búinn þessi hörgr,
skilningr Snorra á þessu er einkar þýðingarmikill. þ>ess vegna verð
eg samkvæmt orðum Snorra að ætla, að hörgrinn sé verulegt hús,
og styrkist sú ætlun enn meir við það, að á tveim stöðum í Sæ-
mundar-Eddu, sem hér að framan er sýnt, er hörgrinn kallaðr
hátirnhraðr. Eddukviðurnar sýnast ljóslega að meina hús eins með
hörg eins og með hofi ; enn allir vita, að hof var ekkert annað enn
hús. J>ar sem nú talað er um hátimbraðan hörg, þá er það
full-ljóst, að það getr ekkert annað verið enn hús af viði gert, að
minsta kosti tréreist, þó að veggir og þak kynni sums staðar að
hafa verið úr torfi. Snorri hefði eflaust ekki kallað hinn fagra sal
Vingólf hörg, ef hann hefði eigi vitað það með vissu, að hörgr
var hús og það enda glæsilegt; annars hefði hann nefnt salinn hof,
enn eigi hörg, ef honum hefði eigi þótt nafnið hörgr enda eiga bezt
við. Snorri segir og með ljósum orðum, að það vóru gyðjurnar, sem
áttu þenna hörg. Staðinn um þ»órð Gelli í Landn., sem tilfœrðr
er hér að framan, má, ef til vill, skilja á tvo vegu, 1) að þórðr
hafi verið leiddr í hólana, er hann tók mannvirðing. 2) að hann
hafi verið leiddr í hörginn. Eg fyrir mitt leyti hallast að hinu síð-
ara, og skil það þannig, að þórðr hafi verið leiddr í hörginn, og
hér sé með hörg meint verulegt hús, goðahús. Menn vita það, að
frændr Unnar djúpúðgu viltust frá réttri trú eftir andlát hennar,
Fms 1, 2 4 828 —492: Enn eptir andlát hennar (Unnar) viltust frændr