Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Page 107

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Page 107
107 og sátu í hálfan mánuð um virkið, enn hinir höfðu vistir œrnar. Sneru Borgfirðir frá við svo búið. Relatio Guðbrands Arngríms- sonar eftir traditio segir þetta vera í Heiðarvígasögu. Aðrir segja, að svo hafi þrengt að matföngum virkismanna, áðr hinir viku frá, að enginn kostr væri eftir, nema eitt mörsiðr, og í seinasta sinn, er Borgfirðir sóttu að, hafi einhver af virkismönnum kastað þessu mörsiðri ásamt grjótinu út í flokk Borgfirða.svo sem til varnar virkinu; þar af hafi Borgfirðir dœmt, að gnógt vista væri í virkinu, og því horfið frá, og sé þaðan orðtœkið: „að kasta út mörsiðrinu“. þetta sagði mér Bjarni heitinn Guðmundsson, dótturson Steingríms prests þjóðólfssonar. Sömu relatio um mörsiðrið sagði Gísli í Melrakka- dal þorvaldi Olafssyni; Gísli dó 1672 eða 1673, og skyldi þetta standa í Heiðarvígasögu; inde Mördísarvatn, Mördísarhæðir af Heið- arvígum þeim“. — Af þessu sést, að Páll hefir þekt tvær munn- mælasögur, og hafa báðar þótzt hafa Heiðarvígasögu fyrir sér. Báðum kemr saman um það, að í Heiðarvígasögu hafi staðið, að það hafi verið Barði, sem varðist í virkinu eftir Heiðarvígin, og að Borgfirðir hafi setið lengi um virkið og horfið frá að lokum, enn aftr á móti ber þeim það á milli, að önnur munnmælin segja, að Barði og þeir félagar hafi haft œrnar vistir, og Borgfirðir hafi snú- ið frá, af því að þeir urðu þreyttir á umsátinni, þegar eigi tókst að svelta virkismenn; enn hin munnmælin segja, að vistir hafi þrotið fyrir virkismönnum, og segja því næst frá hinni alkunnu sögu um mörsiðrið. þetta var hið áreiðanlegasta, sem menn vissu um sögu virkisins á Páls dögum og á næsta mannsaldri á undan Páli. Af heimildarmönnum hans fyrir munnmælunum um mörsiðrið, þekkjum vér þorvald Olafsson; hann er nefndr í Byskupasög- um, II. b., á 685. bls.; hann bjó að Lœkjamóti, og átti Rann- veigu þorláksdóttur Arngrfmssonar lærða, enn Páll var dótturson Arngríms; hafa þeir þ>orvaldr því verið venzlaðir og nágrannar. Gisli, sem sagt er hafi dáið 1672 eða 1673, er mér ókunnr að öðru enn því, sem hér er sagt; eigi þekki eg heldr Bjarna Guðmunds- son af neinum öðrum stað, enn þessum, enn móðurfaðir hans Stein- grímr þ>jóðólfsson var prestr um og eftir 1600 og hefir lifað fram yfir 1624, þvíað þá var hann prestr í Vestrhópshólum1. Guðbrandr Arngrímsson er þó merkastr heimildarmanna Páls; Hann var sonr Arngríms lærða og sýslumaðr í hálfu Húnaþingi. Hann var fœddr eftir 1628, þvíað þá giftust foreldrar hans Arngrímr og Sigríðr Bjarnadóttir. það er eigi með öllu víst, nær honum var veitt hálf Húnavatnssýsla; sumir segja, að það hafi verið 1652, enn Espólín hyggr, að það hafi verið síðar og eigi fyr en 16702. Hann var 1) Sjá Presta. tal og prófasta á Islandi eftir Svein Níelsson, XIII, 5, 7, 9. 2) Espólíns Árb. VI. d., 147. bls., og VII. d., 65. bls.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.