Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Síða 1
Rannsóknir á Vestfjörðum 1884,
eptir
Björn Magnússon Ólsen.
t -----
A.ður en jeg fór vestur í sumar, sem leið, til þess að kynna mjer
mál Vestfirðinga, mæltis formaður fornleifafjelagsins til þess, að
jeg tækist á hendur fornfræðislegar rannsóknir þar vestra, ef jeg
sæi mjer fært, svo framarlega sem jeg kynni að hitta eitthvað það
fyrir á ferð minni, sem mjer þætti rannsóknar vert. þægar jeg kom
vestur, reyndi jeg eptir föngum að verða við þessum tilmælum.
Árangurinn af viðleitni minni varð reyndar minni en jeg hefði sjálfur
kosið. En menn verða að gæta þess, að jeg varð að hafa hinar fornfræð-
islegu rannsóknir í hjáverkum, af því að tilgangur ferðar minnar
var allur annar, og auk þess hafði hinn ötuli varaformaður forn-
leifafjelagsins Sigurður Vigfússon áður ferðazt um hinar sömu slóð-
ir, sem jeg fór um, og rannsakað flest þar um sveitir svo ná-
kvæmlega, að hann hafði lítið eptir skilið handa mjer. það er
kunnugra en frá þurfi að segja, hversu mikið fornfræði íslands á
þessum manni að þakka, og þó að jeg í ýmsum atriðum, sem hjer
fara á eptir, hafi eigi getað verið honum samdóma, þá er það eigi
tekið fram af þeirri ástæðu, að jeg hafi viljað kasta neinum skugga
á rannsóknir hans, heldur hefir mjer ekki þótt hlýða að draga dul-
ur yfir það, sem mjer þykir vera sarmast og rjettast, enda. er hitt
miklu fleira ótalið, sem okkur ber saman um.
1. Rannsókn á Ingjaldssandi.
Nokkru eptir að jeg kom vestur, átti jeg tal við óðalsbónda
Guðmund Hagalin Guðmundsson á Sæbóli á Ingjaldssandi, og
skýrði hann mjer þá frá, að nálægt Sæbóli uppi á fjalli því, sem
Barði heitir, væri kallaður lngjaldshaugur, og væru það almenn
munnmæli, að þar væri heygður Ingjaldur landnámsmaður, sem sand-
urinn er við kendur ; kvaðst hann hafa grafið í hauginn með öðr-
um manni, en vegna tímaleysis hefðu þeir hætt við hálfnað verk;
i