Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Síða 5
5
ástæðum. Landamerki Brekku, þau sem eru þann dag í dag,
segja hjer bezt til; þau eru hjer að ofanverðu svo eðlileg sem
framast má verða. í sömu átt bendir og það, að Brekkudalur
heitir ekki nema Brekku megin við ána, því að það sýnir, að Brekka
hefir f ómuna tíð átt land að ánni en ekki yfir um hana. Auk
þess sjest það á sögunni, sem áður er sagt, að Ljótr hefir átt land
þar á móti hinumegin jpverár, þar sem Háls nú á land, og er það
í þessu tilliti eptirtektavert, að Háls hefir í ómuna tíð fylgt Sæbóls-
eigninni, því að hann er talin eign Sæbólskirkju bæði í jarðabók
Árna Magnússonar og í Wilchins máldaga1. far sem því Landn.
segir, að Osómi hafi runnið milli landa þeirra Ljóts og Gríms, þá
er ekki um að villast ; annaðhvort hlýtur Osómi að vera aðaláin
(Langá eða Sandsá) eða jpverá, og þá eflaust heldur fverá, þvíað
það væri undarlegt og alls eigi samkvæmt vestfirzkri málsvenju, ef
aðaláin á sandinum væri kölluð lækur. þverá þessi rennur af
Brekkudal í litlum fossi niður á eyrar þær, sem liggja að austan-
verðu við Langá, og fellur þaðan eptir eyrunum niður 1 Langá
á milli bæjanna Háls og Brekku. Ut frá ánni norður að Brekku
ganga sljettar eyrar, og virðist það einkar vel til fallið að stífla
ána rjett fyrir neðan fossinn og veita henni svo út eptir eyrunum.
En Landn. segir, að Grímr hafi grafið land Ljóts. J>að er þó
auðsjeð, að sagan á hjer ekki við, að Grímr hafi veitt Osóma
yfir land Ljóts á sitt land, þvf að hún tekur það beinlfnis fram,
að lækurinn hafi runnið milli landa þeirra. þ>að mun því eiga að
skilja þetta svo, sem sagan segi, að Grfmr hafi grafið Ljóts land
til þess að fá efni í stíflugarð fyrir ána, og er þá allt eðlilegt.
Staður þessi í Landn. er merkilegur af því, að hann er einhver sá
elzti, þar sem talað er um vatnsveitingar hjer á landi, og er það
fróðlegt að bera hann saman við ýmsa staði í Grágás, þar sem
talað er um vatnsveitingar, t. a. m. Staðarhólsbók § 413 (í útgáfu
V. Finsens) og Konungsbók (útg. sama manns) § 187: „Maðr á
ok at gera stíflor í enge því, er hann á í annars landi, ef hann
vill, ok grafa enge sitt til, ok veita svá vatn á enget“. Sbr. einnig
Staðarhólsbók § 421, og Konungsbók § 191.
Guðbrandur Vigfússon heldur i Safni til sögu íslands I. bls.
366, að Ljótr hinn spaki hafi verið veginn um 1002—1003, og
mun það láta nærri sanni. |>ó vil jeg benda á það, að Grjótgarðr
afi Ljóts með engu móti getur verið Grjótgarðr Herlaugsson ætt-
faðir Hlaðajarla, því að hann er ýmist nefndur Naumdælajarl eða
Háleygjajarl en ekki Hlaðajarl eins og þessi, og þar að auki deyr
Grjótgarðr Háleygjajarl löngu fyrir 900, fráleitt seinna en um 860, svo
1) í ágætu hdr. af Wilchins máldaga, sem jeg á, stendur svo : »Kirkjan
að Sæbóli á land undir Hálsú.