Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Side 9
9
hjer dýpri en í tótt þeirri, er jeg áður hafði rannsakað, eða hjer
um bil i fet 10 þuml. f>ví næst ljet jeg grafa 46 feta langan
skurð yfir þvert mannvirkið frá austri til vesturs vel át fyrir vegg-
ina báðumegin. Fannst greinilega votta fyrir hleðslu í báðum
veggjum tóttarinnar. Jarðvegur í tóttinni reyndist nokkuð mis-
djúpur, dýpstur vestan (eða utan) til í henni nálægt vesturveggn-
um, 1 fet 10 þuml., og undir sjálfum vesturveggnum, 2 fet. All-
staðar var grafið niður í möl. Svo sem 1 eða 2 þumlungum fyrir
ofan mölina sást hvervetna votta fyrir líku moldarlagi og fannst 1
gröf þeirri, sem fyrst var grafin; var það svartleitt og þjettara en
hin mórauða mold, sem fannst bæði fyrir ofan og neðan allstaðar
i skurðinum ; þetta moldarlag mátti flísa sundur í þunnar skánir, eins
og hvert lagið væri ofan á öðru, en hvergi var það þykkraen 1 % þuml.
og sumstaðar þynnra. Nálægt miðritóttinni eða 21 feti vestar en ytri
brún austurveggs, en 25 fet. austar en ytri brún vesturveggs, fundust 2
eða 3 steinar í skurðinum, en að öðru leyti fannst ekkert merkilegt í
þessum skurði, nema ef telja skyldi, aðofurlítil flís af viðarkoli fannst i
vesturveggnum. þvi næst ljet jeg grafa annan skurð eptir endilangri
tóttinni frá norðri til suðurs um hinn fyrri skurð þveran, og ljet
jeg byrja þar, sem steinarnir fundust við fyrri gröptinn, sem áður
var getið, og grafa þaðan jafnhliða veggjum tóttarinnar allt norður
að norðurvegg hennar. í þessum skurði fannst steinaröð, sem
gekk frá steinum þeim, sem fyrst fundust í hinum fyrra skurði,
nær 12 fet í norður; þá hætti hún og fundust síðan engir steinar í
skurðinum á næstu 6 fetum, en þá var komið upp undir innri brún
norðurveggs, og ljet jeg þar hætta greptrinum. Grjót það, sem
fannst í þessari 12 feta löngu steinaröð, var nokkuð dreift og ó-
reglulegt, svo að jeg þori ekki að fullyrða, að hjer hafi verið nokk-
ur veruleg hleðsla. Siðan Ijet jeg halda áfram skurði þessum í
beina stefnu suður fyrir þverskurð þann, er fyrst var grafinn, og
allt suður úr mannvirkinu, svo langt sem það náði. í þessum syðra
parti skurðarins fann jeg enga steina og mjög lítið vottaði fyrir
grjóti i suðurveggnum, svo að líklegt er, að hjer hafi verið dyr á
mannvirkinu. Alls var þessi skurður 36 fet á lengd, og ljet jeg
allstaðar grafa niður í möl; rjett fyrir ofan mölina, á sömu hæð
og í fyrri skurðinum, mótaði fyrir svörtu moldarlagi líkt og í hin-
um skurðinum. J>etta svarta moldarlag, sem sjálfsagt er einhvers
konar gólfskán, virðist því liggja um alla tóttina innan veggja svo
sem 1 eða 2 þumlunga fyrir ofan möl. Var mjer forvitni á að vita,
hvort nokkuð þessu likt fyndist, ef grafið væri við hliðina á tótt-
inni utanveggja, og ljet jeg því grafa 4 grafir sína á hvorum stað
fyrir utan mannvirkið, og fannst þar engin slik moldarskán. Stein-
ar þeir, sem upp komu við gröptinn, vóru allir fremur litlir, og eru
undirstöður veggjanna, sem eptir standa, mjög lítið hærri en jarð-
2