Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Qupperneq 10
IO
vegurinn fyrir utan og innan, og ekki mikið af grjóti i þeim,
Annaðhvort hefir því lítið grjót verið í veggjum mannvirkisins frá
upphafi, eða nokkuð af grjótinu hefir síðar verið tekið upp til að
hlaða úr eitthvað annað.
Ef nú er spurt um, hvað þetta mannvirki hafi verið, eða til
hvers það hafi verið notað, þá verð jeg fyrir mitt leyti að segja, að
jeg viti það ekki. En mjög þykir mjer vafasamt, að hjer hafi ver-
ið höfð lögrjetta, og skal jeg í svo stuttu máli sem hægt er skýra
frá ástæðum þeim, sem þessi skoðun mín hefir við að styðjast, og
skal jeg fyrst sýna fram á, að hve miklu leyti það er líklegt, að
lögrjetta hafi verið á hjeraðsþingum.
í sögum vorum er hvergi talað um lögrjettu á vorþingi eða
fjórðungsþingi nema í Grettis sögu á Hegraness þingi1, en þenna
stað er reyndar ekki fullkomlega að marka, vegna þess að það er
fleira en eitt, sem sýnir, að Grettis saga í sinni núverandi mynd er
ekki skrifuð fyr en nokkru eptir það, að landið komst undir kon-
ung og norsk lög og stjórnarskipun var inn leidd á Islandi. Verið
gæti, að sá maður, sem þetta hefir skrifað í Grettis sögu, hefði
blandað saman lögrjettu og dómum, því að á hans tima hafði lög-
rjettan dómsvald hjer á landi eins og í Noregi2. Ekki er heldur í
1) Grett. 72. k.
2) Af Ljósvetninga sögu k. 232 2 (í útg. 1880) kynni einhver að vilja
ráða, að lögrjetta hefði verið skipuð á einmánaðar samkomu. En einmán-
aðar samkoma var ekki eitt af skapþingum, heldur að eins nokkurs konar
hreppsfundur og er óhugsandi, að þar hafi nokkurn tíma verið haldin lög-
rjetta. Hjer hlýtur því eitthvað að vera rangfært í sögunni. þetta styrk-
ist og enn betur, ef vel er gáð að, hvernig á stendur í sögunni. Eyjólfr
Guðmundarson hefir tekið við legorðssök á hendur Brandi Gunnsteinssyni
eða þeim fóstbræðrum báðum Brandi og Höskuldi þórvarðssyni, fósturson-
um þorkels Hallgilssonar að Veisu, og krefur Eyjólfr þorkel bóta á ein-
mánaðarsamkomu og spyr hann meðal annars : »Viltú handsala í lögréttu,
ok skíri hón sik, ok handsala faðerni, ef hón verðr skír?« Hjer er fleira en eitt
athugavert, fyrst það, að handsöl eiga að fara fram í lögrjettu, rjett eins
og þau væri eigi jafngild, hvort sem þau fóru fram í lögrjettu eða annars
staðar, enda mun það eins dæmi, að handsöl sje veitt i lögrjettu ; í öðru
lagi sjest það eigi á staðnum, hvað það er, sem á að handsala í lögrjettu;
ef það er faðernið, þá er óþarft að bæta við »ok handsala faðerni, ef hón
verðr skír«. Jeg er sannfærður um að hjer á að standa : »Viltú handsala
lögréttu (lögrétt ?), ok skíri hón sik, ok handsala faðerni, ef hón verðr skír«.
Eptir hinum fornu lögum þjóðveldisins átti aðili legorðssakar að taka rétt
eða 6 marka bætur fyrir legorðið af hinum seka, en sjerstaklega skyldi
sækja til faðernis; lögréttu er þá þolfall fleirtölu af lögréttr, og koma þá
bjer fram tvær löglegar kröfur af Eyjólfs hendi, önnur um réttinn en hin
urn faðernið. Líkt stendr á í Guðmundar sögu biskups (Bisk. I. bls. 492) ;
þar sækir Kolbeinn Tumason Skæring klerk um legorð, en Guðmundr bisk-
up heldur uppi svörum; þar stendur svo : »En Guðmundr biskup býðr at
gjalda fyrir málit sex hundruð, ok kallar biskup meira en tvá lögrétto«.
Hjer kemur sama orðið fyrir í hinu sama sambandi og í Ljósvetninga sögu,