Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Qupperneq 11
hinum fornu lögum íslendinga frá þjóðveldistimanum getið um
lögrjettu á neinu þingi nema alþingi. Af lögbókunum fornu er svo
að sjá, sem löggjafarvald hjeraðsþinganna hafi verið mjög takmark-
að. peim var jafnvel ekki frjálst að haga þingsköpum sínum eins
og þau vildu, heldur urðu þau að fara að þingsköpum alþingis ó-
skertum, en leyft var þeim að auka þar við nýjum ákvörðunum, ef
þingheyjendur urðu ásáttir* 1. J>á gátu hjeraðsþingin einnig gjört
samþyktir um fjárlag innan hjeraðs, og er líklegt, að slíkar sam-
þyktir hafi helzt verið gjörðar á skuldapingi eða skuldamóti, sem
haldið var á vorþingunum í þinglok, þegar sóknarþing var laust2.
f>etta eru hinar einu menjar, sem í lögbókunum finnast til þess, að
hjeraðsþingin hafi haft sjálfstætt löggjafarvald, en hæpið virðist þó
að ráða af því, að löggjafarvald þeirra hafi ekki náð lengra en
þetta, þó að ekki sje þess getið í lögbókunum, og er ekki ólíklegt,
að hjeraðsþingin hafi mátt gjöra samþyktir um fleiri þau mál, er
hjeraðið snertu, en þau, sem nú vóru talin, ef þessar samþyktir
að eins ekki fóru í bága við alþingislög. Annað mál er það,
hvort skipuð hafi verið lögrjetta á hjeraðsþingunum til þess að ráða
þessum málum til lykta. Af stað þeim úr Grágás, sem til var
færður hjer að framan (Kb. I, g823), virðist mega ráða, að allir þing-
heyjendur hafi greitt atkvæði um þingsköpin eða viðauka þá, sem
við þau mátti gjöra. J>að verður því ekki sannað til fulls, hvorki
af sögunum nje af lögbókunum, að nokkurn tíma hafi verið skipuð
lögrjetta á hjeraðsþingum eða fjórðungsþingum3.
En nú verður vel að gá að því, að bæði sögurnar og lögbækur
þær, sem til eru nú, gefa að mörgu leyti ófullkomna hugmynd um
stjórnarskipun þjóðveldisins. Sögurnar lýsa flestar öllu fremur
persónum og viðburðum en stjórnarfyrirkomulagi, og lögbækurnar
skýra oss í rauninni að eins frá því rjettar ástandi, sem var á hin-
um síðari tímum þjóðveldisins, á 12. öld og fyrri hluta 13. aldar.
og getur því enginn efi verið um það, að í Ljósv. s. eigi að skrifa annað-
hvort lögrétt eða lögréttu en sleppa í. Sbr. orðasafn Yilhjálms Finsens
aptan við Grágás Khöfn 1883 undir orðunum rel.tr, legorð, faðerni.
1) Grágás Konungsb. (Khöfn 1862), I. 9823.
2) Sbr. orðasafn Vilhjálms Finsens aptan við Grágás, Khöfn 1883, uncl-
ir orðinu lag, þinglag, skuldaþing.
3) 1 sumum annálum er þess getið, að lögrjetta hafi verið í Haukadal
árið 1178. það er auðvitað, að þessa viðburðar er getið af því, að hann
var með öllu óvanalegur og eins dæmi. Líklegast er, að hjer sje ekki átt
við hjeraðsþingslögrjettu heldur við alþingislögrjettu, og hafi hún af ein-
hverjum ástæðum átt aukafund í Haukadal. Næst Oddaverjum munu Hauk-
dælir hafa verið ríkastir á Islandi á síðara hluta 12. aldar, enda var Gissur
Hallsson lögsögumaður frá 1181 til aldamóta og Hallr sonur hans eptir
hann, og 3tendur þessi lögrjettufundur víst í einhverju sambandi við ríki
Haukdæla.