Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Side 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Side 24
V alþjófsstaðahurðin eptir Björn Magnússon Ólsen. Enginn landsfjórðungur kemur jafnlitið við allsherjarsögu landsins í fornöld eins og Austfirðingafjórðungur, og úr engum fjórðungi eru jafnfáar sögur og úr honum. jpetta hið síðara kemur þó eflaust ekki af því, að þar hafi færri sögur gerzt en í hinum öðrum fjórð- ungum landsins. J>ær sögur, sem vjer höfum að austan, bera þess ljósan vott, að lífið í fornöld austan lands hefir í engu verulegu ver- ið frábrugðið lifi manna í hinum öðrum landsfjórðungum. Vígaferli og hefndir, hefndir og vígaferli eru kjarninn í hinum austfirzku sög- um eins og í öðrum íslenzkum sögum, og sögur Austfirðinga lýsa eigi síður en aðrar deilum milli einstakra höfðingja og jafnvel milli heilla hjeraða. Reyndar hvílir einhver spektar og friðsemdar blær yfir sumum austfirzkum höfðingjum, eins og til dæmis yfir Síðu- halli, sem vann það til sátta manna á alþingi að leggja son sinn ó- gildan. En þó koma einnig fyrir sviplíkir menn Halli í hinum öðr- um fjórðungum, t. a. m. Njáll, Gestr Oddleifsson og fleiri. Hins vegar koma engu minni vígamenn og ójafnaðarmenn fyrir í sögum Austfirðinga en í sögum annara landsfjórðunga, svo sem vóru þeir Hrafnkell Freysgoði, Broddhelgi og Helgi Droplaugarson. þ>að má því telja líklegt, að eigi hafi gerzt minni sögur á Austurlandi í forn- öld en annarstaðar á íslandi. Orsökin til þess, að færri sögur eru þaðan en úr öðrum fjórðungum, mun því öllu fremur vera sú, að þar hafa verið færri sagnamenn en annarstaðar1. En þó að Austfirðingafjórðungur sje fáskrúðugur að sögum, þá má aptur á móti telja honum það til gildis, að einhver hinn merk- asti íslenzkra forngripa á kyn sitt að rekja til Austfjarða. J»essi gripur er Valþjófsstaðahurðin. Árbókin færir lesöndum sínum að þessu sinni mynd af hurðinni, og er það í fyrsta skipti, að mynd af henni kemur fyrir almennings sjónir á íslandi Lýsing hennar, sú sem hjer fer á eptir, styðst að miklu leyti við íslands lýsing 1) Sbr. hið fróðlega ágrip af sögu Austfirðinga eptir Jón prófast Jóns- son í Austra 1. árg. nr. 1.—5.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.