Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Side 24
V alþjófsstaðahurðin
eptir
Björn Magnússon Ólsen.
Enginn landsfjórðungur kemur jafnlitið við allsherjarsögu landsins
í fornöld eins og Austfirðingafjórðungur, og úr engum fjórðungi eru
jafnfáar sögur og úr honum. jpetta hið síðara kemur þó eflaust
ekki af því, að þar hafi færri sögur gerzt en í hinum öðrum fjórð-
ungum landsins. J>ær sögur, sem vjer höfum að austan, bera þess
ljósan vott, að lífið í fornöld austan lands hefir í engu verulegu ver-
ið frábrugðið lifi manna í hinum öðrum landsfjórðungum. Vígaferli
og hefndir, hefndir og vígaferli eru kjarninn í hinum austfirzku sög-
um eins og í öðrum íslenzkum sögum, og sögur Austfirðinga lýsa
eigi síður en aðrar deilum milli einstakra höfðingja og jafnvel milli
heilla hjeraða. Reyndar hvílir einhver spektar og friðsemdar blær
yfir sumum austfirzkum höfðingjum, eins og til dæmis yfir Síðu-
halli, sem vann það til sátta manna á alþingi að leggja son sinn ó-
gildan. En þó koma einnig fyrir sviplíkir menn Halli í hinum öðr-
um fjórðungum, t. a. m. Njáll, Gestr Oddleifsson og fleiri. Hins
vegar koma engu minni vígamenn og ójafnaðarmenn fyrir í sögum
Austfirðinga en í sögum annara landsfjórðunga, svo sem vóru þeir
Hrafnkell Freysgoði, Broddhelgi og Helgi Droplaugarson. þ>að má
því telja líklegt, að eigi hafi gerzt minni sögur á Austurlandi í forn-
öld en annarstaðar á íslandi. Orsökin til þess, að færri sögur eru
þaðan en úr öðrum fjórðungum, mun því öllu fremur vera sú, að
þar hafa verið færri sagnamenn en annarstaðar1.
En þó að Austfirðingafjórðungur sje fáskrúðugur að sögum, þá
má aptur á móti telja honum það til gildis, að einhver hinn merk-
asti íslenzkra forngripa á kyn sitt að rekja til Austfjarða. J»essi
gripur er Valþjófsstaðahurðin. Árbókin færir lesöndum sínum að
þessu sinni mynd af hurðinni, og er það í fyrsta skipti, að mynd
af henni kemur fyrir almennings sjónir á íslandi Lýsing hennar,
sú sem hjer fer á eptir, styðst að miklu leyti við íslands lýsing
1) Sbr. hið fróðlega ágrip af sögu Austfirðinga eptir Jón prófast Jóns-
son í Austra 1. árg. nr. 1.—5.