Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Síða 25
25
doktors Kr. Kálunds II, bls. 226—231 og við ritgjörð sama manns
í Árb. for nord. oldkyndighed 1882 um íslenzkar fornleifar á bls.
93—96, en auk þess hefi jeg kynnt mjer hið merkasta af því, sem
áður hefir verið skrifað um hurðina.
Hurðin er 3 álnir 7 þuml. á hæð og á breidd 1 alin 14 þuml.,
og er úr rauðleitri barrviðartegund með stórgerðum rákum eða æð-
um. Á miðri hurðinni er stór hurðarhringur og smelt í silfri. Tvær
upphlej'ptar myndir eru skornar á hurðina, önnur fyrir ofan hring-
inn en önnur fyrir neðan, og erubáðar kringlóttar eða hringmynd-
aðar.
í neðri kringlunni er mynd af 4 drekum, sem vefjast hver um
annan í svo flókna bendu, að auganu veitir örðugt að greiða þá í
sundur ; höfuðin á drekunum snúa öll út á við og bíta þeir í sporð'
sinn, og hröklast sporðurinn til hliðar út úr þeim, vefur sig utan
um hálsinn og mjókkar í endann ; hver dreki hefir tvo vængi, sem
ganga uppúr þeirri bugðudrekans,sem erfjærst höfðinu,(o: upp úrbak-
inu), og breiðast út tilbeggja hliða, eins og drekinn vilji fljúga; á kviðn-
um að innanverðu gagnvart vængjunum hefir hver dreki 2 fætur,
og mætast allir fæturnir í miðri myndinni og vefjast þar hver um
annan. þ>að er kynlegt að horfa á þenna drekadróma. Fyrst vill-
ist augað innan um bugður drekanna, sem ganga hver undir aðra
og yfir á víxl, og maður á bágt raeð að átta sig, eins og maður
sje í völundarhúsi. En bráðum lærir augað að greina sundur drek-
ana ; maður sjer þá alla í einu og hvern um sig með höfðum vængj-
um og klóm. það er eitthvað djöfullegt (dæmóniskt) f þessum fjór-
um ferlfkjum, en allt er bundið og fjötrað, svo enginn af drekun-
um getur hreyft neitt nema sporðinn. Manni dettur í hug hinn
bundni Loki. J>að er eins og íþróttamaðurinn hafi viljað sýna,
hvernig hin illu öfl binda og fjötra hvert annað. þessir ormahnút-
ar eru.einkennilegir fyrir Norðurlönd, og nokkuð líkt kemur snemma
á tímum fyrir í íþrótt íra.
í hinum efra myndabaugi hurðarinnar eru tvær myndir, önnur
fyrir ofan en hin fyrir neðan þverstryk það, sem gengur yfir miðj-
an bauginn og skiptir honum í tvo jafna parta. Fyrir neðan stryk-
ið sjest dreki, sem er líkur að sköpulagi drekum þeim, sem mynd-
aðir eru í neðra baugnum, og hefir vængi og tvo fætur eins og þeir.
Sporður drekans vefst utan um aptari hluta ljóns, sem drekinn hef-
ir hremmt, en á miðri myndinni sjest riddari með hjálm, skjöld og
sverð á hestbaki, og rekur hann sverð sitt gegnum orminn miðjan
og bjargar svo ljóninu. Undir kvið drekans sjást lítil trje, sem sýna,
að þetta fer fram úti f skógi, og til hægri handar vex upp stórt
tq'e, sem vefur sig utan um hálsinn á orminum, svo að hann getur
ekki snúið sjer við til að bfta riddarann, og úr þessu trje neðan til
gengur grein, sem hringar sig utan um annan fótinn á orminum,
4