Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Qupperneq 34
34
Brynjólfs byskups Sveinssonar frá árinu 1641 tekur hjer af öll
tvímæli. far segir svo: „skorin hurd sterk fyrir kirkiu a jarnum
med silfursmelltum hríng og nyrre hespu; forkirkia ny, er halfa
seigist giort hafa sera Einar* 1". Sá hurð, sem hjer er getið, er án
alls efa sama hurðin; hefir þá forkirkja verið fram af henni, og
hlýtur það að hafa hlíft henni mikið. f>etta er hið elzta, sem
menn vita um hurðina. í fornfræðislegri skýrslu frá árinu 1821 seg-
ir presturinn á Valþjófsstöðum Vigfús Ormsson, að hún sje „fyrir
Valþjófsstaðar kirkju“, og árið 1851, þegar Oldnordisk musæum
fjekk hurðina, var hún kirkjuhurð, og gaf safnið kirkjunni aptur
nýja kirkjuhurð úr eik og tvo altarisstjaka2. Fimm árum áður
(14. sept. 1846) hafði þáverandi prestur á Valþjófsstöðum, Stephán
Árnason boðið safninu hurðina, og segir hann í brjefi sínu, að hún
sje þá höfð fyrir kirkjuhurð, en segir, að hún hafi áður verið fyrir
skálanum gamla á staðnum, og er það auðvitað ekkert annað en
ímyndun prestsins og frá honum er víst þessi fluga fyrst komin.
Menn vita eigi, hvenær fyrst var reist kirkja á Valþjófsstöð-
um. Jón Sigurðsson hefir leitt rök að því í ísl. fornbrjefasafni I,
bls. 341, að Bessastaðir hafi framan af verið helzta kirkja í Fljóts-
dal, en um eða fyrir 1200 hafi Valþjófsstaðir orðið aðalkirkjan, og
þó ekki nema hálflandi fyr en 1306, að kirkjan eignaðist alla jörð-
ina og þar varð staður3. Á síðara hlut 12. aldar er talað um
kirkjubygging á Valþjófsstað. Svo segir í Hrafns sögu Sveinbjarn-
arsonar, að Markús Gíslason frá Saurbæ á Rauðasandi hafi farið utan
og látið höggva í Noregi kirkjuvið góðan ; síðan fór hann út hing-
að og kom í Austfjörðu í Gautavik og gaf viðinn allan Sigmundi
Ormssyni. „Sú kirkja stendr nú austr á Valþjófs$töðum“, segirsag-
an. Síðan fór Markús á Rauðasand til bús síns, „ok bjó þarlengi
síðan“. |>á andaðist kona Markúsar Ingibjörg, dóttir Odds af
Söndum í Dýrafirði. Fór Markús þá aptur utan og suður til Róms
og keypti i ferðinni kirkjuvið góðan í Noregi, sem hann hafði út
og setti upp á Rauðasandi. Eptir andlát konu sinnar var Markús
Nú fyrir rúmum 20 árum hefir húsinu verið breytt þannig, að í öðrum
enda hússins heíir verið gjörð vanaleg stofa með glergluggum, en í hinum,
sem áður var auður að mestu, eru nú 8 rúm, 4 hvoru rnegin ; svo eru og
aðrar dyrnar lokaðar, og veggur hlaðinn fyrir úr grjóti og torfi, svo að menn
geta ekki komizt inn í stofuna nema um bæjardyrnar, gegnum þann hluta
hinnar gömlu byggingar, sem enn stendur óhaggaður«.
Handritið virðist vera frá miðri fyrri öld eða nokkuð yngra. Skrifar-
inn hefir ekki verið sem bezt að sjer í dönsku, því að talsverðar ritvillur
og málvillur koma fyrir ; en verið gæti, að þetta væri afskript. Auðvitað
er, að ekki er hægt að ráða neitt af þessari lýsingu um aldur skálans.
1) Tekið úr vísítatíubók Brynjólfs í stiftsarkívinu, sem Pjetur byskup
Pjetursson hefir góðfúslega leyft mjer að skoða.
2) S. Grundtvig : Danmarks gamle folkeviser IV, bls. 682 neðan máls.
3) Sjá ísl. annála við árið 1306.