Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Qupperneq 36
36
verið um tvítugt1. f»annig benda allar líkur til, að Markús hafi
gefið Sigmundi kirkjuviðinn um 1180.
Jeg hefi verið svo langorður um þetta, af því að sumir hafa
haldið, að Valþjófsstaðahurðin væri jafngömul þessari kirkjubygg-
ingu. En af því, sem á undan er sagt, er það ljóst, að hurðin
hlýtur að vera yngri. Aptur á móti er eigi ólíklegt, að hurðin
gæti verið samtíða næstu kirkju, sem reist var á Valþjófsstöðum í
stað þessarar kirkjubyggingar, þegar hún var orðin fornfáleg. þ>að
mun mega gjöra, að svo vandað hús hafi getað staðið um 50 ár
eða nokkuð lengur, og að ný kirkja hafi verið reist á Valþjófsstöð-
um um 1230— 1250. J>egar Hrafns saga var skrifuð, stóð enn
sama kirkjan, en Guðbrandur Vigfússon hefir leitt rök að því, að
sagan sje frá árunum 1220—12252.
í íslenzkum annálum er þess getið, að kirkja hafi brunnið á Val-
þjófsstöðum árið 1361, en þá hlýtur hurðinni að hafa verið bjargað,
því að varla getur hún verið svo ung.
Heyrt hefi jeg, að einn merkur vísindamaður íslenzkur sje á
þeirri skoðun, að hurðin sje skorin í Noregi. Jeg fyrir mitt leyti
sje ekki, að nein ástæða sje til að halda það. Einkum get jeg
ekki fundið neina þá orðmynd í rúnunum, sem sje fremur norsk
en íslenzk. Dr. Wimmer heldur, að rúnina porn (purs) eigi ef til
vill að lesa sem ð, af því að belgurinn á henni er neðar en vana-
lega, og ætti þá að lesa ðæna (=þenna) en ekki þœna, en ðæna
er norsk mynd. En jeg hygg, að það sje af hendingu eða klaufa-
skap þess, sem skar, að belgurinn hefir orðið svona neðarlega, og
að rúnin hafi sína vanalegu þýðing (þ). Sú rún, sem eiginlega
táknar œ, er á hinum yngri íslenzku rúnasteinum stundum höfð fyr-
ir e3.
Bandrúnir þær, sem finnast á hurðinni, benda til þess, að hún
sje íslenzk, því að þær munu hvergi jafnalgengar og á íslandi.
1 sömu átt veit það, að búningur riddarans og söðulreiði er svo
fornlegt í samanburði við aldur hurðarinnar, að sumt af því gæti
verið hálfri annari öld eldra en hurðin. J>essi munur er því skilj-
anlegri, sem það land, þar sem hurðin erskorin, er afskekktara og
fastheldnara við forna tízku og stendur síður opið fyrir útlendum á-
hrifum. En þetta er ísland miklu fremur en Noregur. J>ar sem
hurðin þar að auki er fundin á íslandi, er það líka eðlilegast að
1) Sturl. Oxf. I. bls. 208.
2) Bisk. I. bls. LXXI.
3) T. a. m. á No. 14 og 23 í ritgjörð Kálunds í Árboger for nord, old-
kyndighed 1882 á bls. 108 og 113.