Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Page 40
Um J>jórsárdal
eptir
Brynjólf Jónsson frá Minna-Núpi.
Fyrir ofan Hreppana í Árnessýslu liggur hálendi allmikið. Upp
frá Eystri hreppnum (o: Gnúpverja hreppi) gengur dalur inn í það.
Hann heitir pjórsál’dalur, því þjórsá rennur þvert fyrir mynni
hans, austan fyrir Búrfell vestur fyrir Hagafjall. Hann var áður
byggður, en er nú eyddur og að mestu svarðlaus. Skal hjer lýsa
honum nokkuð, og fornleifum, sem í honum eru.
Dalurinn liggur frá norðri til suðurs eða lítið vesturhallt; víkk-
ar hann fram, og er breidd hans yfir þvert mynnið litlu minni en
lengd hans frá botni Fossárdals að Kolviðarhóli, sem er fremst í
dalsmynninu við pjórsá, en það kemur af því, að þjórsá beygist
nokkuð inn í dalinn. Brúnir hans eru ójafnar með Qöllum og háls-
um. Á vesturbrún hans er Hagafjall fremst. pað er stórt fjall, og
myndar eiginlega höfða fram af hálendinu. Vestan fram með því
rennur þverá, lítil á, og fellur í þjórsá við suðvesturenda þess. Af
suðausturhlíð þess ganga höfðar tveir litlir niður að pjórsá; heitir
hinn innri Bringa, en hinn fremri Gauksliöfði. par halda menn
að Gaukur Trandilsson hafi verið drepinn. Á framanverðum höfð-
anum er vel fallið til fyrirsáts, því svo má til haga, að ekki sjáist
fyr en að er komið, þó fjölmenni sje fyrir. Munnmælasagan í pjóð-
sögunum um Gauk stigamann er ekki sennileg, en hefir vel getað
myndazt úr sögn um fyrirsát Ásgríms fyrir Gauki. Framan til
við höfðann hafa blásið upp mannsbein undan bakka einum, og þar
fann Oddur bóndi í Sandlækjarkoti (ý 1819) spjótsodd, og smíðaði
úr fiski-öngul. Beinin hafa opt verið hulin, en blásið upp aptur.
Sá er þetta ritar, huldi þau 1856; vóru þau þá brotinrnjög ogvant-
aði mörg; hauskúpan var brotin í tvennt; virtist hún hafa verið í
stærra lagi. Halda sumir, að þetta sjeu bein Gauks. Sumarið 1880
var leitað að leifum beina þessara en fannst ekkert. Mun gil, sem
þar er hjá, hafa borið þau burtu, þvi fyrir fáum árum höfðu þau