Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Qupperneq 43
' 4i
flotið vestur í lægðina milli Skeljafells og Sandafells, vestur að
„Karnesingi“, þrengt sjer síðan fram úr skarðinu milli Skeljafells
og Stangarfjalls, og myndað samhengi þeirra fjalla, þá hefir hún
flotið fram í þ>jórsárdalinn, dreifzt út um láglendi hans, og runnið
því nær saman við aðalflóðið aptur fyrir vestan Búrfell; þó virðist
það ekki hafa orðið alveg, og hefir f>jórsá brotið sjer breiðan far-
veg þar fram í milli. Hraunbeltið milli Skeljafells og Stangarfjalls
er þannig lagað, að efst er upphækkuð hraunhólabrún yfir þvert
sundið—þvi hraunskorpan hefir þrútnað, er þrengslanna kenndi,—er
sú brún jafnhá norðvesturbrún Skeljafells, og myndar framhald af
henni, sem beygist til norðurs yfir að undirhlíðum Stangarfjalls.
Fyrir neðan þessa brún er hraunbeltið nokkuð lægra og afhallandi
niður í dalinn, myndast þar kvos eða gróf milli fjallanna upp að
hraunhólabrúninni. Sú kvos heitir Bolagróf. Einn af hraunhólun-
um er stærstur, og skagar lítið vestur í grófina ; hann heitir Bola-
grófarhöfð'i. Norðan við hann kemur Rauðá fram úr Hellisskóga-
gljúfri og rennur fram vestanverða grófina; er þar bratt sandklif
norðan við gljúfurs mynnið; mætir hraunið þar undirhlíðum Stang-
arfjalls. Klif þetta heitir Hólaklif og er þar vegurinn upp úr
f jórsárdal. Hellisskógagljúfrið liggur fram í gegnum hólabrúnina.
Hólarnir sunnan megin gljúfursins hjetu áður Hellisskógar — af helli,
sem þar er—vestastur af þeim er Bolagrófarhöfði, en hólarnir norð-
an megin við gljúfrið hjetu Hólaskógur; vestan við þá er Hólaklif.
Nú eru allir hólarnir svarðlausir og sandroknir. Stangarfj'all er til
norðurs frá norðurhorni Skeljafells, og er hærra en það og þó
minna ummáls. Efst á því er stuðlabergs-eggjabrún allt um kring
en er víða hrunin niður í urð. Stangarfjall snýr suðausturhlið að
hraunbeltinu, sem nýlega var lýst, suður- og suðvesturhlið að
fjórsárdal, vesturhlið að Fossárdal (f botni þ>jórsárdals) en norður-
og norðausturhliðum að ,,KarncsingB, sem er flatlendi, svo há-
lent að Stangarfjall hefir varla annað yfir það en eggjabrúnina.
Fossheiði er norður frá Stangarfjalli; þó er þar bil á milli, og ligg-
ur „Karnesingur“ þar vestur á brún Fossárdals—því dalurinn geng-
ur inn að suðurhorni Fpssheiðar — en svo er hann djúpur að mis-
munar þess, sem þar við verður á brún hans, gætir lítið neðan úr
dal að sjá. Fossheiði er hálend, því hún liggur hátt. Fossá er
vestan undir henni, en fremri Skúmstungnaá austan, Kistuver norð-
an en „Karnesingur“ sunnan. Frá suðausturhorni Fossheiðar er
Sandafell í suðaustur, er þar bil á milli, lítið hærra en „Karnes-
ingur“. Sandafell er aflangt til suðausturs, niður að þ>jórsá. „Kar-
nesingurlí myndar næstum ferhyrning; er Stangarfjall suðvestan við
hann, Fossheiði norðvestan og norðan, Sandafell norðaustan, en
Hafið suðaustan, og er það miklu lægra. f>ar er vegurinn frá
Hólaklifi til Sandafells inn með brún „Karnesings11. Rauðá kemur
6