Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Page 44
42
innan fyrir „Karnesing“ að austan, en áður hún fellur í Hellisskóga
gljúfrið, kemur Bleikkollugil í hana, vestan með „Karnesingi“. Er
sögn, að oddinn milli þeirra hafi áður heitið Kjarrnes, og sje „Kar-
nesingur“ myndað þar úr, en önnur sögn er, að þar hafi verið skóg-
ur sem Kaldaðarnes hafi átt, og heitið Kaldnesingur, og þessi orð-
leysa orðið úr því. Nú er þar enginn skógur, og þó óblásið að
mestu. Fram í sjálfum dalnum, nálægt í miðju mynni hajis, er
sjerstakt holt fram við þjórsá, það heitir Sölmundarholt; það er enn
eigi alblásið (1880) og er skógur á því, sem heitir Núpsskógur, því
hann tilheyrir jörðinni Núpi (0: Stóra- og Minnanúpi) í Eystra-
hreppi. Fremsti rani holts þessa heitir Kolviðarhóll, og er hann
fast fram við þjórsá. Norður af Sölmundarholti er þórðarholt,
grjótbali með víðimelum. þar eru dys frá heiðni, uppblásin, og
sáust til skamms tíma leifar af manna, hesta og hunda beinum.
Ekkert fjemætt hefir fundizt þar í manna minnum, en hver veit,
hvað áður er burt tekið ?
Láglendi J>jórsárdals hefir, eins og áður er getið, myndazt af
hrauni því, sem fram hefir runnið milli Skeljafells og Stangarfjalls.
Hefir það dreifzt um allan dalinn, nema nokkra útkróka, svo sem
hvamminn milli Hagafjalls og Skriðufellsfjalls, sem enn er gróinn
og byggður—Grjótár-krókinn, sljettuna norðan við Reykholt, Foss-
árdal og hvamminn milli Skeljafells og Búrfells. þ>ar að auki eru
hraunlausar lautir austan og sunnan með Reykholti, báðu megin
við Sölmundarholt og f>órðarholt, og annarstaðar, þar sem hraunið
hefir mætt hæðum. Er það jafnan, að laut verður milli hrauns og
hlíðar. Belti eða breiða af einkennilegum hraunhólum liggur langs
eptir láglendi fjórsárdals, innan frá mynni Fossárdals austan fram
með Rauðukömbum og Reykholti og vestan fram með Skeljafelli
næstum fram undir þ>jórsá. Hólar þessir eru flestir uppháir og
annaðhvort sljettir ofan eða með dæld í sjer, ellegar á þeim situr
hraunskorpa; að öðru leyti er efni þeirra rauð-svört hraunmöl,
frábrugðin hinu öðru hrauninu. Hinir innstu af hólum þessum eru
sundurlausir, og einna stærstir (þó ekki stórir); suður frá Reyk-
holti mynda þeir samfelda hæð; syðst eru þeir strjálir og svo
smáir, að þeirra gætir lítið. þetta eru auðsjáanlega eldvörp, og
svo verða þeir nefndir hjer. Allt láglendi þ>jórsárdals, einkum
hraunlendið, kallast nú einu nafni „ Vikrarnir'-'-, því það er allt
svarðlaust og sandrokið, að undanskildum nokkrum smáblettum,
og eru helztir þeirra — að fráteknu Sölmundarholti, sem þó má
næstum telja með láglendinu—þeir sem nú skal geta: Sandártunga
(,,Tungan“), jaðar austan fram með Sandá, í hlje af Dímon fyrir
norðanáttum ; innsti hluti hennar heitir Hallslaut. Sandatunga, lítil
torfa fyrir austan Sölmundarholt. Skeiðamannahótmi, fit eða fles
innan við Fossá móts við Reykholt; nafnið er frá seinni tímum, og