Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Síða 46
44
er Sandártunga á hraunjaðrinum. Rauðá myndast úr giljum suð-
austan á Fossheiði, og rennur fyrst til suðausturs, þar til er „Karnes-
ing“ þrýtur, þá til suðvesturs eptir vestanverðu Hafinu neðan undir
,,Karnesings“-brúninni. Síðan kemur Bleikkollugil í hana, og þar
eptir rennur hún fram úr hraunhólabrúninni um Hellisskógagljúfrið,
þá beygir hún vestur með brúninni, sem klifið er í, og svo aptur
suðvestur ofan eptir vestanverðri Bolagróf. Aður hefir hún runnið
fram með Bolagrófarhöfða og svo fram miðja grófina; sjer þar
farveg hennar. Neðst í grófinni fossar hún ofan í gljúfur það,
sem kallað er „Gjáin“. Ofan í því er dálítið undirlendi með gras-
brekkum og fögrum uppsprettulindum. þ>ar eru hellar, og hafa
ferðamenn þar stundum náttstað. J>egar Rauðá kemur fram úr
„Gjánni“, er hún komin á jafnsljettu og rennur enn í suðvestur,
norðvestan fram með Steinastaðaholti og Skeljafelli, þar til hún
fellur í Fossá, skammt frá vesturhorni Skeljafells. Grjótá kemur
fram úr gljúfri milli Geldingadalsfjalla og Heljarkinnar, og rennur
beint í suðaustur, þvert fyrir Grjótárkrókinn og fellur í Sandá við
norðausturenda Áslákstungnafjalls. Hvammsá kemur úr Geldinga-
dalsfjöllum og fellur milli Skriðufellsfjalls og Ásólfsstaðafells, og
rennur í Sandá næstum niður við fjórsá.
Svo er sagt, að meðan þjórsárdalur stóð í blóma, hafi fjallahlíð-
ar allar og hraunlendi verið skógland. Sjer þess enn leifar á
nokkrum stöðum. f>eir eru: Ásólfsstaðaskógur, austan í Ásólfsstaða-
felli. Skriðufellsskógur vestan og sunnan í Skriðufellsfjalli og á ás-
unum þar um kring; Núpsskógur í Sölmundarholti, og enn í Búr-
fellshálsi og Dímon. I Áslákstungum, Fagraskógi og Hrossatung-
um, norðan á Skeljafelli við Bolagróf, muna menn og eptir skógar-
leifum, sem nú eru kalnar að mestu eða öllu. Á hraunlendinu
sjer til skógar á Sandártungu og Sandatungu, og nöfnin „Hóla-
skogur“ og „Hellisskógar“ sýna, að á þeim stöðum hefir skógur
verið. Sumstaðar á fjöllunum finnastfúadrumbar í giljum og sumir stór-
ir. ý>ar sem láglendið er hraunlaust, er sagt að mýrlendi hafi verið,
enda sjást þar sumstaðar mótorfsflögur. Munnmæli segja, að á
landnámstíð hafi „hvergi sjezt steinn“ í fjöllum f>jórsárdals, jafnvel
ekki í Dímon eða Búrfelli, þar sem nú eru hæstir hamrar. Lykný
ein sást í Hagafjalli. Yfir höfuð mun mega fullyrða, að, meðan
f>jórsárdalur stóð í blóma, hafi hann verið svo úr garði gjör af
náttúrunni, að naumast hafi annarstaðar á Suðurlandi verið fegra
eða kostabetra.
þannig er þá lýst landslagi þjórsárdals, svo Ijóslega og í svo
stuttu máli sem tök vóru á; en þegar þá skal fara að lýsa byggð
hans og byggðarleifum, þá verður fyrst að geta þess, að þar sem
lýsingin nær út yfir dalinn sjálfan, þá lýtur það til þeirrar sagnar,
að í fyrndinni hafi þ>jórsárdalur verið talinn að ná frá þverá til