Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1884, Side 54
52
inn, hafi hann verið, hefir haft nafn af hólunum en ekki hólarnir
af bænum. Örnefnin gátu líka gefið tilefni til munnmælanna ; en
alls ekki verður fortekið, að bærinn hafi verið þar, og mun hann
þá hafa verið afbýli frá Stöng.
21. Steinastaðir eru sýndir sunnan í Steinastaðaholti, Skelja-
fellsmegin; þar eru tvær rústir, án efa bæjarrúst og fjósrúst, en
báðar óglöggvar. Sú sem ofar er, mun vera fjósrústin, en hin
fremri sýnist að vera bæjarrústin. Stærð hennar sjest ekki ná-
kvæmlega, því svo lítur út sem nokkuð af grjótinu úr henni hafi
á seinni tímum verið borið saman í vörðu, sem nú er þó hrunin;
samt virðist lengdin vera nál. 24 ál. og víddin um 6 ál., og að eins
ein tótt, þó það verði nú ekki fullyrt. Nafnið „Sieinastaðir“, sem nú
er almennt haft, er ekki sem viðkunnanlegast; og er það líklegt,
sem Vigfús sagði, að bærinn hjeti Steinólfsstaðir, og að þar byggi
Steinólfur, maður þuríðar, er jpjórsdælir vildu grýta. „Steinastaðir11
getur verið latmæli. — Hjer á við að setja sögn Solveigar Helga-
dóttur, sem var í Haukholtum 1875 (fædd 1800). Gjörir sú sögn
sennilegt, að fjórsdælasaga hafi verið til, eins og Vigfús sagði.
Hún sagði svo, að þegar hún óx upp í Valdakoti í Flóagaflshverfi,
bjó sá maður í Magnúsfjósum í Kaldaðarneshverfi, er Bjarni hjet
Bjarnason, „skikkanlegur maður“; hún heyrði hann segja frá því,
að þegar hann var unglingur hjá föður sínum í Miklaholtshelli,
reri hann til fiska á Selatöngum, hjá Guðmundi bónda í Krýsuvík,
forsteinssyni (frá Nesi í Selvogi), og var opt heima hjá honum,
þegar ekki vóru sjógæftir. þ>ar sá hann rotna skræðu af sögubók,
og las í henni frásögn um það : „að bóndi, er Steinn hjet, frá
Steinastöðum í þjórsárdal, fór fram á Bakka með syni sínum frum-
vaxta, og vóru báðir drepnir i þeirri ferð“. — Hjer er auðsjáanlega
fljótt yfir farið, og ekki sagt nákvæmt frá ; sögumaður nefnir ör-
nefni, eptir því sem hann veit að nú heitir, en ekki eins og í hand-
ritinu má hafa staðið. þ>ar mun t. a. m. hafa staðið : „ofan á Eyr-
ar“, en hann segir eins og nú er kallað : „fram á Bakka“. Eins
getur verið að þar hafi staðið : „Steinólfsstöðum“, þó hann segði
„Steinastöðum“, sem vanalegt var. Líklegast er samt, að skamm-
stafað hafi verið : Steino. stöðum, en lesið úr því: „Stein«stöðum“.
Hugsa má og, að mannsnafnið hafi verið skammstafað : Steino., en
lesið Steinw, en þess þarf ekki við : Steinn hefur getað heitið ann-
ar maður, sem þar hefir búið, ef til vill sonur Steinólfs eða ætt-
ingi. En nafnið „Steinastaðir“ getur ekki verið kennt við mann,
er Steinn hjet, það væri þá Steinstaðir. — í sambandi hjer við
sagði Bjarni frá því, að einu sinni, þegar hann leitaði að kindum
föður síns frá Miklaholtshelli, kom hann þar að, sem bakki var
nýbrotinn, og komu í ljós mannabein ; fann hann þar tveggja manna
bein, önnur stór, önnur lítil; þar var og sverð, næstum heilt, með